Muninn

Volume

Muninn - 01.04.1958, Page 19

Muninn - 01.04.1958, Page 19
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR iim tónlist i. Viljinn er sá máttur, sem skapar mögu- leika, og möguleikarnir skapa menningar- ástandið, ekki endilega þeir sjaldgæfustu, heldur miklu fremur þeir hversdagslegu, svo sem það, að maður kynnist manni. Á því grundvallast í rauninni öll félagsleg menning. En það er aðeins einn möguleiki fyrir tvo ókunnuga að kynnast. Þeir verða báðir að vilja það. Sé viljinn aðeins á aðra hlið, eru lítil skilyrði gefin til kunnings- skapar, hvað jrá vináttu. Sama lögmál gildir um kennendur og nemendur, að viljinn til að kenna og nema þarf að haldast í hendur, svo að sæmilegur árangur náist, og svona mætti lengi telja. Þannig er líka farið viðhorfi almiennings til ýmislegs þess, sem fólk heldur, að sé ofan eða utan við sinn skilning, og lætur sig þar af leiðandi litlu skipta. Mun ég hér aðal- lega tala máli tónlistarinnar, sem kannske er misskilin allra lista mest, ef vera mætti, að það gæti vakið athygli og íhugun góð- fúsra lesenda á þeim málum, sem í raun- inni varða þjóðina engu minna en mörg jjau, sem meira eru rædd. Ég er þeirrar skoðunar, að það djúp, sem löngum virðist staðfest milli alþýðu og sér- fræðinga, stafi að miklu leyti af misskiln- ingi og tómlæti beggja aðila, m. ö. o. af því, að báða skorti nægilegan vilja til að kynn- ast. Til dæmis er það að mestu misskilning- ur hjá þeim ótónfróða, að vegna fávizku sinnar geti hann ekki haft nautn af tónlist. Því að músíkalskt fólk hefur vit á tónlist, án Jress að það geri sér grein fyrir því. Að vera músíkalskur er eðlishvöt til þessarar listar, og sú hvöt er náminu ríkari. Hins vegar fer ekki ætíð saman að vera eitthvað tónlærður og um leið músíkalskur, og getur sá hinn sami verið gersneyddur smekk og tilfinn- ingu fyrir sjálfri listinni, þótt lrann þekki stafróf hennar. Líka er jrað misskilningur hins sérfróða, að hann geti ekki nálgazt Jrann með öðru móti en því að gera úr hon- um sérfræðing. Hans hlutverk gæti engu síður verið að koma jreim ósérfróða í skiln- ing um, að einnig hann viti sínu viti, ekki sem sérfræðingur, heldur sem maður með heyrn og tilfinningu, að það er sitthvað að njóta eða gagnrýna og brjóta til mergjar. Manni getur jrótt rnjólk góð og þrifizt vel af henni, þótt hann þekki ekki efnasamsetn- ingu hennar. Manni getur litizt vel á stúlku, sem hann veit engin deili á. Maður getur hrifizt stórkostlega af fögru útsýni, jrótt hann viti ekki, hvað fjöllin lreita o. s. frv. Að hrífast er hið rétta viðhorf scag-nvart öllum listum og tónlistinni því fremur sem hún er óhlutrænust þeirra allra. Það er auð- \ itað gott og sjálfsagt að leggja sig fram um að kynnast hlutlægum lögmálum hienriar svo sem föng eru á, og það :er að kenna misbeitingu á byrjunarþekkingu, að oft má með sanni segja, að lítil þekking sé verri en engin. En aðalatriðið er að kynnast listinni. Þá kemur hin jrekkingin smám saman af eðlilegri þrá eftir nánari kynningu við jrað, sem hiefur heillað mann og honum þykir vænt um, og mun sú haldbetri en þurrar og misskildar formúlur frá sérfræðingum, án jress að ég sé að kasta neinni rýrð á þá eða vísindagrein þeirra. Samt verður tæplega hjá því komizt að vekja athygli fólks á skeikulleika hinna skriftlærðu. Gagnrýni jreirra og dómar um listaverk og andleg m u N i n n 59

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.