Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1958, Qupperneq 28

Muninn - 01.04.1958, Qupperneq 28
verður á að spyrja: Var þetta ekki of mikið? Ég veit ekki, hverju svara skal. Getur ekki verið, að vinátta og tryggð, sprottin af kærleika, sé eitt dýrasta gullið, sem lagt er í hinn mikla eilífðar- sjóð? Og á meðan íslenzkri æsku þykir vænt um eitthvað, á meðan íslenzk æska elur með sér ræktarþel og þakklætiskennd, er þjóðin enn ekki öllum hcillum horfin. Þökk fyrir tryggð- ina, góðu, horfnu vinir. Ég trúi því ekki, að hún verði ykkur nokkru sinni fjötur um fót, hvar sem leiðin kann að liggja um hin miklu huldu- lönd. Þökk og blessun okkar allra, kennara ykkar og skólasystkina, fylgir ykkur á þeim ókunnu slóðum. Foreldrum og vandamönnum hinna látnu fjær og nær vottum við einlæga samúð í hinni þungu raun, sem á þá er lögð. Aldrei hafa mér fundizt þau sannari en nú þessi orð séra Matthí- asar, að „í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ekki skjól nema guð“. Án hans eigum við engin svör við svo mörgu. Hann einn getur breytt ósigri í sigur og sorg í gleði. Megið þið öll, syrgjandi ástvinir, standa í skjóli hans. Þórarinn Björnsson. BRAGI EGILSSON Flestir ungir menn líta á dauðann sem eitt- hvað fjarlægt, er þeir eiga eftir að kynnast, þeg- ar árin færast yfir. Fæstir gera sér ljóst, að sláttumaðurinn mikli bíður í hverju skúma- Bragi Egilsson, skoti reiðubúinn að bregða ljánum, hvenær sem er. Allir verða að beygja sig undir valdið, þegar kallið kemur. Enginn fær undan komizt. Ungur má, en gamall skal. Bragi Egilsson var fæddur 19. júní 1937 að Grenivík. Lengst af átti hann heiina að Hléskóg- um í Suður-Þingcyjarsýslu. Hann kom í fyrsta bekk M. A. haustið 1951 og brautskráðist úr stærðfræðideild síðastliðið vor. Bragi heitinn var hár maður vexti og sam- svaraði sér vel. Hann var myndarlegur og fríður í sjón, og munu þeir, sem honmn kynntust, ekki hafa talið hann verri í raun. Bragi var hlédræg- ur og dulur að eðlisfari. Hann var hreinskilinn og liispurslaus við vini sína, en ókumiugir munu ekki hafa fengið hann til að segja hug sinn allan. Engan hef ég vitað, er svo hlutlaus var í skoð- unmn á öðrum mönnum. Hann sagði yfirleitt hvorki illt né gott um flesta, er hann umgekkst. Fáa taldi hami til vina sinna og enn færri til óvina. Hami var mjög tryggur og einlægur vin- ur vina sinna, en aftur á móti gat hatur hans orðið biturt og langvarandi. Hann var dagfars- prúður og rólegur, gat verið fjörugur og gáska- fullur. Jafnlyndi hans og þolinmæði voru ein- stök. Fátt gat raskað hans óbifanlcgu ró, en reiddist hann, þá var þar engin hálfvelgja. Bragi var prýðilegum gáfum gæddur. Hann mun hafa átt auðvelt með að læra, en sagði þó sjálfur, að hann væri seinn að því. Minni hans var frábært. Hann var ekki mjög fljótur að átta sig á hlutunum, en íhugaði flesta hluti í ró og næði. f skoðunum var hann frjálslyndur og hleypidómalaus, en stundum nokkuð reikandi, eins og hann ætti erfitt með að ákveða sig, hefði hann ekki beinharðar staðreyndir að byggja ályktanir sínar á. Sjálfsgagnrýni hans var mikil, fremur of en van. Geir Geirsson 68 m u N I N N

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.