Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1958, Side 29

Muninn - 01.04.1958, Side 29
I Bragi heitinn var, eins og áður er sagt, hlé- drægur og óframhleypinn. Hann mun ekki hafa ætlað sér til „auðs og valda“, heldur að lifa og starfa sem heiðarlegxu: og gagnlegur borgari. Hann lagð'i stund á Iæknisfræði, og efa ég ekki, að því námi hefði hann lokið. Bragi heitinn Egilsson líður öllum seint úr minni, er honum kynntust. Hæfileikar hans og óvenju heilsteyptur persónuleiki gera hann ógleymanlegan. Minningin um hann er minning um góðan dreng með göfugt hjartalag; minning um trölltryggan vin og skemmtilegan félaga. Arngrímur ísberg. GEIR GEIRSSON Mér er sannarlega ljúft að skrifa nokkur kveðjuorð til þessa vinar míns, þótt ég hins veg- ar viti, að mig muni skorta orð til að tjá þar hug minn allan. Geir Geirsson var fæddur 21. maí árið 1936 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristín Bjöms- dóttir og Geir Sigurðsson. Föður sinn missti Geir, er hann var á fyrsta ári, og hlaut hann því nafn hans í vöggugjöf. Tveggja ára gamall flutt- ist hann með móður sinni til Djúpavogs og hefur átt þar heima síðan. Að afloknum barnaskólaár- mn fór hann í Eiðaskóla og lauk þaðan lands- prófi. Þaðan hélt hann til Laugarvatnsskóla og dvaldist þar einn vetur, en kom síðan í 4. bekk M. A. og lauk þaðan stúdentsprófi á síðastliðnu vori. Geir heitinn var höfðinglegur á velli og höfð- ingi í lund. Yfir svip hans hvíldi ávallt einhver heiðríkja og festa, sem skapaði honum þá virð- ingu og traust, sem hann hvarvetna naut. Það mátti með sanni segja, að hann var glæsilegur fulltrúi íslenzkrar æsku. Fyrstu kynni mín af Geir heitnum voru á Laugarvatni. Hið geislandi lífsfjör þessa unga manns laðaði alla að sér. Minningamar þaðan eru mætar, imi ærslafullan imgling, sem var þó alltaf bróðir í leik. Aftur bar fundum okkar saman, er við komum í M. A. Þá hafði orðið mikil breyting á Geir heitnum. í svip hans mátti lesa festu og einurð þess manns, sem ætlar sér ótrauður til vegs og frama. Allir, sem til þekkja, vita,með hvílíkum glæsibrag hann braut sér veg. Hann ávann sér þegar hylli nemenda jafnt sem kennara og varð brátt stolt og stoð okkar allra og aðalfulltrúi nemanda bæði utan skólans og innan. ÖIl hans störf voru unnin af þeim dugnaði og fórnfýsi, sem þeim einum er lagin, er hafa góða sál og gott hjartalag. Að afloknu stúdentsprófi hóf hann flugnám. í það nám sem annað lagði hann hug sinn allan og ávann sér þar virðingu og tiltrú, sem vænta mátti. En „vegir Guðs eru óraimsakanlegir“. Hann, sem var manna líklegastur til að ná fram til vegs og valda. er kallaður burt, á svo skjótan og óhugnanlegan hátt, að við, sem eftir stöndum, erum agndofa gagnvart vilja þess, sem öllu ræð- ur. Við finnum nú betur en áður, hversu lítils megnugir vér mennirnir erum. Við drúpum höfði í auðmýkt. Mér finnst sem ég heyri báruna við sandinn, þar sem hann lék sér sem barn, íslenzku fjöllin, sem hann átti að vinum, skólann okkar, sem hann batt svo mikla tryggð við, hvísla brostnum rómi, og ég tek undir af hjarta. Vertu sæll, vinur og félagi. Jónatan Sveinsson. KJn||iSpjgj& Jóhann G. iL Möller M U N I N N 69

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.