Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1958, Side 30

Muninn - 01.04.1958, Side 30
JÓHANN G. MÖLLER Jóhann Georg Möller er fæddur í Reykjavík 23. apríl 1937. Foreldrar hans voru hjónin Edith og Jóhann G. Möller forstjóri. Föður sinn missti Jóhann árið 1955, og var það honum þungbær raun. Móður sinni var hann einkar kær og elskulegur sonur. í vor tók hann þá ákvörðun að heitbinda sig ágætri stúlku, Guðnýju Einars- dóttur, systur Harðar, bekkjarfélaga okkar. Jóhanni kynntist ég, er ég kom sem nýliði í fjórða bekk M. A. haustið 1954. Fyrstu samskipti okkar Jóhanns voru þau, að hann að lokinni fyrstu kennslustund spurði mig, hvort ég væri búinn að fá mér bækur, og bauðst svo til að vera mér hjálplegur við útvegun þeirra. Já, þetta voru okkar fyrstu kynni, og eftir það tókst með okkur vinátta. Oft var Jóhann mér hjálplegur við námið, og mun ég sannarlega ekki hafa verið sá eini, sem hann rétti hjálparhönd. Jóhann hafði lagt gjörva hönd á margt bæði til sjós og lands. Hann hafði ferðazt erlendis og sagði okkur oft af ferðum sínum á þann fróðlega og skemmtilega hátt, sem honum einum var unnt. Hann var fróður vel, og um hann var sagt, að hann væri eini humoristinn í deildinni. Nám sitt rækti hann vel, eins og vitnisburðir hans báru vott um, og skólanum var hann til sóma. í félagsmálum var hann vel starfandi og hlúði að samvinnu milli ncmcnda. í haust inn- ritaðist hann í læknadeild Háskóla íslands, og tók hann það nám strax traustum tökum. Hann var stórhuga og bjartsýnn og tók þegar fyrir fleiri greinar námsins en nýstúdentar almennt gera. Við bekkjarsystkini Jóhanns og aðrir skóla- félagar söknum hans úr hópnum, söknum hans glaðværu vinarhóta, öruggu þekkingar og stað- föstu drenglundar. Við öll flytjum aðstandendum hans okkar hjartans samúð og biðjum Guð að blessa minn- ingu hins kæra vinar og skólafélaga. Bjöm Pétursson. RAGNAR RAGNARS Hvenær dauðinn kallar, veit enginn. Vopn hans er biturt og veldur ávallt svöðusári. Stimd- um ber sigð hans niður í hóp ellilúinna jarðar- búa, öðru sinni lýstur hún syni og dætur æsk- unnar. Þá er gráturinn sárastur og sorgin þyngst. Minningarnar þyrlast upp í hugum ættingja og vina, og spurningin mikla: Hvers vegna? vakn- ar á meðal vor. En svarið veit enginn. Lærdóm- ur, vizka og vísindi þegja ráðvana. Slíkur er fallvaltlciki lífsins. Eagnar er látinn. Glaðværð hans, hlýtt hand- tak og vinarþel mun ekki framar ylja okkur vinum hans. Þeir, sem guðimir elska, deyja ungir. Ragnar heitinn var fæddur á Siglufirði 31. marz 1937, sonur hjónanna frú Ágústu og Ólafs Ragnars kaupmanns og útgerðarmanns þar. Var Ragnar elztur fjögurra systkina. Hann hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri árið 1951 og sett- ist þá í 1. bekk skólans ásamt þeim, sem þetta ritar. Vegir okkar lágu því saman um 6 ára skeið. í blíðviðri júnímánaðar stóðrnn við saman hlið við hlið með snjóhvítar stúdentshúfurnar sem tákn yfirstiginna örðugleika, glaðir í huga, rneð fullt fangið af fyrirheitum og dagdraumum. Ekkert land í heimi býr yfir bjartari júnímánuði en ísland. Sex ára samveru okkar Ragnars gleymi ég aldrei. Glaðværð hans var viðbrugðið, og hver sá, sem ekki hreifst af tilgerðarlausri og hjart- næmri kátínu hans, hlaut að hafa einkennilega skapgerð. Hann var traustur og góður vinur þeirra, sem hann lagði lag sitt við, einlægur, hjálpsamur og greiðvikinn við þá, sem til hans leituðu. Seinasta skólaárið í M. A. urðu samvistir okk- ar Ragnars nánari og vinátta okkar innilegri. Við ræddum oftar saman um áhugamál okkar, lásum saman og tengdumst fastar þeim böndum, sem vináttan ein og ómenguð bindur. Þótt leiðir skilji að loknum burtfararprófum, rofna tengsli skóla og bekkjarfélaga þó eigi með öllu þrátt fyrir skóla- og námsefnaskipti. Menntaskólaárin hafa ofið á milli okkar stcrkari þáttu en skiln- aðurinn megnar að slíta. Okkur er ennþá óskiljanlegt, að þú skulir vera horfinn okkur, Raggi minn. Jafnvel á áþreifan- legar staðreyndir slær blæ efasemda og fiu-ðu. En við verðum, hversu sárt og ótrúlegt sem það annars er, að trúa. Bekkjarsystkini þín kveðja þig og félagana þrjá með djúpum söknuði og trega. Samvistirn- ar urðu ekki langar, en þeim mun minnisstæð- ari og innilegri. Vertu sæll, kæri, trausti vinur. Innilegustu þakkir fyrir allar sameiginlegu gleðistundirnar. Vertu sæll, og guð blessi þig. Hörðxu- Einarsson. 70 M U N I N N

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.