Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1958, Qupperneq 40

Muninn - 01.04.1958, Qupperneq 40
Arnljótur Ólafsson lifði það að sjá baráttu sína fyrir Möðruvallaskóla bera mikinn á- vöxt. Á skólann kom ár eftir ár mikið af efnismönnum af Austur-, Norður- og Vest- urlandi. Langoftast voru þetta fulljrroskaðir menn, vel undirbúnir að heimamenntun og fúsir til starfs. Kennaraliðið á Möðruvöllum var ágætt. — Tveir af þessum kennurum, Hjaltalín og Stefán Stefánsson, eru lands- frægir sem afburða leiðtogar í kennslumál- um. Þriðji kennarinn, Halldór Rriem, var að vísu umdeildur, en ekki skorti hann gáf- ur, lærdóm eða drenglund. Höfðu áhuga- samir piltar full not af hæfileikum hans, en ekki var honum lagið að fást við þá nem- endur, sem leiddist námið og skólinn. Er J^ar skemmst frá að segja, að frá Möðruvöll- um komu margir af helztu brautryðjendum aldamótatímabilsins. Þar fæddust upp skáld og rithöfundar, margir af helztu blaða- mönnum landsins, snjallir ræðumenn, for- kólfar í samvinnu-, búnaðar- og verkalýðs- samtökum. — Nemendur Möðruvallaskóla urðu athafnamestir leiðtogar í framfarabar- áttu landsins. Hefur enginn skóli á Islandi eignazt á aldarfjórðungi jafn marga skör- unga í viðreisnar- og félagsmálum, nema Bessastaðaskóli í tíð Sveinbjarnar Egilsson- ar. Næsta stigið í þróun norðlenzks skóla var þriggja vetra nám á Akureyri í tengslum við' lærða skólann í Reykjavík. Sú breyting var í senn verk aldarandans og forgöngu Stefáns Stefánssonar á Möðruvöllum og Hannesar Hafsteins, sem þá var þingmaður Eyfirðinga. Stefán Stefánsson átti mikinn þátt í flutningnum frá Möðruvöllum og að útvega skólanum glæsilegan samastað á liæð- inni ofan við Akureyrarbæ. Þá var skóla- liúsið mest og reisulegast allra skólabygg- inga í landinu. — Þessi breyting jDokaði Möðruvallaskóla mjög í áttina til að verða arftaki Hólaskóla, en breytingunum fylgdu nokkrir annmarkar. Mjög verulegur hluti nemenda, einkum þeir, sem hugðu á fram- haldsnám í Reykjavík, byrjuðu snemtna skólagönguna á Akureyri. Með hverju ári gætti þar minna hinna fulljiroskuðu, heirna- menntuðu gáfumanna, sem sett höfðu svip á Möðruvallaskólann. Hér var skipt unt verkefni, og varð að taka því. Hvað er að segja af þróun skólamálsins eftir fráfall Stefáns Stefánssonar skólameist- ara? Þá voru tveir nýir flokkar, Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn, nýstofn- aðir og létu til sín taka framfaramál al- þjóðar og þá ekki sízt liugðarmál fátækari stéttanna og fólks í dreifbýlinu. Réðu miklu um þau mál garnlir Möðruvellingar, sem orðnir voru áhrifamenn víða um land og á þingi. Þeir voru þáttur af hinni svonefndu aldamótakynslóð. Beittu þeir sér fyrir marg- háttuðum umbótum í uppeldismálunum í landinu: Sundhöll í Reykjavík, sundstöðum víða um land, húsmæðraskólum sveitanna, héraðsskólunum, gagnfræðaskólunum og byggingu háskólahússins. — Þessir menn skildu fyllilega, að þeim bar að láta Jijóðfé- lagið bæta til fulls rán Dana á Hólum eftir Móðuharðindin.Sóttu þeir fast á umeflingu Akureyrarskóla. Við Jónas Þorbergsson rit- uðum mikið um þetta mál, hann í Degi, en ég í Tímanum. Þorsteinn M. Jónsson, síðar skólastjóri á Akureyri, bar menntaskólamál Norðlendinga fram í frumvarpsformi í Neðri deild og vann mikið á. Málið varð vinsælt hjá öllum almenningi víða um land, því að þröngt þótti smáfólki oft við inngang Menntaskólans í Reykjavík, er langt var að sótt. Óx skilningur á málinu hvarvetna um land, þó að hér væri fyrst og fremst baráttu- mál Norðlendinga, þá var það áhugamál bjartsýnna manna í öðrum fjórðungum. Mikill sigur var unninn, þegar mér tókst að afla undirskrifta hjá öllum norðlenzkum og austfirzkum þingmönnum varðandi tvö atriði. Annars vegar að skora á Sigurð Guð- mundsson meistara í Reykjavík að sækja um skólameistaraembættið og hins vegar að heita á Jón Magnússon ráðherra að veita Sigurði starfið, ef hann sækti. Báðir voru tregir, en þó náði málið frarn að ganga. 80 m u N I N N

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.