Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1958, Qupperneq 41

Muninn - 01.04.1958, Qupperneq 41
Sigurður Guðmundsson var ekki allfús að flytja norður, og Jón Magnússon hefði aldr- ei veitt honum starfið, nema af Jdví, að um- sókn lians var studd með miklu þingfylgi, en það þingfylgi spratt af þjóðarvilja, sem var ákveðinn og vakandi. Hins vegar var hörð mótstaða gegn málinu. Margir af kenn- urum háskólans voru því andvígir, og flest- allir kennarar menntaskólans höfðu sömu skoðanir. Embættismönnum þótti hér vera nokkur uppreisnarbragur á ferðinni og norðlenzkt yfirlæti. Sókn og vörn var hörð í Jressu efni. Þá var Björn Líndal jDÍngmaður Akureyrar, vel greindur maður og góður Jiegn, en harður flokksmaður. Hann gerði sig líklegan til að leggja hendur á samflokks- mann sinn, Hákon Kristófersson, á flokks- fundi, fyrir það, að Hákon hafði við at- kvæðagreiðslu veitt máli Akureyrarskóla liðsemd, sem þingmanni Akureyrar þótti ekki henta. Hér þurfti rnikils með, þar sem jDÍngmaður Akureyrarbæjar taldi meiri hátt- ar fjandskap við sig og sinn flokk og kjör- dæmið að styðja þetta mál. Eftir kosningamar og sigur Framsóknar- manna og Alþýðuflokksins vorið 1927, voru örlög liins endurfædda Hólaskóla ráðin. Þeir tveir flokkar, sem þá komu sér saman um að mynda landstjórn, höfðu á mörgum minni vígstöðvum barizt fyrir þessari endur- reisn, og nú var komin sú stund, að þeir gátu látið verkin tala. Það var eitt af fyrstu verkum ráðuneytis Tryggva Þórhallssonar að samþykkja á stjórnarfundi, að Gagn- fræðaskólinn á Akureyri skyldi framvegis liafa rétt til að brautskrá stúdenta eftir sömu reglugerð og gilti fyrir Menntaskólann í Reykjavík. Mér tókst síðar að tryggja skól- anum nokkra ágæta kennara. Síðustu nótt- ina, sem ég gegndi ráðherrastörfum, skrifaði ég undir veitingarbréf dr. Kristins Guð- mundssonar og Steindórs Steindórssonar og tel ekki eftir þá næturvinnu. Þá tókst ráðu- neyti Tryggva Þórhallssonar að fá sam- þykkta löggjöf um hinn nýja Menntaskóla á Akureyri. Gekk hún í gildi 1930, á hinu Jónas Jónsson fró Hriflu. mikla hátíðarári. Þá var haldinn í skóla- garði Menntaskólans á Akureyri mikill mannfagnaður til að minnast 50 ára afmælis Möðruvallaskóla og liins endurfædda Hóla- skóla. Síðan J:>á hefur saga skólans verið hóf- leg, djörf, en stillt sigurganga. Húsakostur skólans hefur mjög verið aukinn og er að sumu leyti afburðagóður. Skólinn hefur aukizt, svo sem mest mátti við búast, en það munum við aldamótamenn mæla, að nú sé tími til að athuga gaumgæfilega, hvort ekki sé hægt að gera kennsluna í skólum landsins, líka í menntaskólunum, lífrænni 02: sreð- þekkari ungu fólki, lieldur en hún hefur verið undir núgildandi skólareglum. Hvað viljið þér segja um menntaskóla- námið, eins og Jrað er nú? Ég hef að nokkru leyti vikið að því í næsta svari á undan. Við, sem stóðum fyrir endur- reisnarmálinu, gátum ekki orkað meir en að tryggja lagarétt gagnfræðaskóla og útvega lionum dugandi kennaralið og aukinn húsa- kost. Við höfðum ekki orku til, sökum mót- stöðu' andstæðinganna, að sinna svo sem þó þarf að vera, innri byggingu menntaskól- anna. Hér er aðeins fyrir mig tíini og rúm M U N I N N 81

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.