Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 5
Sagan af Sjatar konúngi og Sónaide drottníngu.
(Indversk),
I.
Svanirnir.
Sótiaide var konúngborin, því faðir hennar var Verútsa konúngur, en
móðir hennar var gyðjan Parvati, hin volduga himindrottníng, kona Siva, og
Sónaide var eins fögur og væn að öllu eins og hún var tígin að ætterni, því
blessuðu liana allir Devas (hinir góðu andar) við fæðíngu hennar, og hjetu
að vernda hana meðan hún væri á jörðinni og heilla hinn fegursta mann á
Indíalandi til ástar við hana. En þá sagði Síva þau ógnar orð í bræði sinni,
að hver sem maður hennar yrði, þá skyldi hann þó harma hana leingur en
hann nyti liennar. Af þessu var það, að Parvatí fjekk öldúnginum Davúta
Sónaide til uppfræðslu og umönnunar, og gaf honum til þjónustu Ilatú, sein
er einn af góðu öndunum, og skyldi hann vera Davúta jafn hlýðinn eins og
gyðjunni sjálfri.
Nú svaf öldúhgurinn Davúta vært i hvílu sinni, því hann var íarinn
að eldast, og störfin í helgidóminum á daginn voru orðin honum þýngri en
áður, enda var það liof eitt hið mesta og fegursta af öllum þeim helgistöðum
á Indialandi, sem helgaðir voru Parvatí gyðju, og voru þeir þó margir. En
fósturdætur Davúta voru allar komnar á fætur f'yrir laungu, þó sólin væri
ekki enn þá komin upp fyrir fjöllin. Þær höfðu mörgu að sinna, því þær
urðu að vatna öllum hinum helgu dýrum við brunnana kvöld og morgun,
vökva blómin og safna ilmjurtum til fórna í helgidóminum. Þær höfðu nú
lokið öllum þessum störfum og leiddust þar og ljeku sjer í morgunsvalanum
milli runnanna og súngu morgunsaungva sína.
»Mjer heyrist þú ekki sýngja svo ljett og glatt eins og þú ert vön að
gera, kæra Sónaide«, sagði þá ein af hinum sjö stallsystrum alt i einu. »Mjer
1