Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 35

Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 35
29 Vitrir hundar. Njörvi hjet hundnr einn, er átti heima í Hruna í Ytralirepp. Hann fylgdi vinnumanni þar, er Páll hjet, og fór eitt sinn sem optar með honum til vers suður í Njarðvíkur. Var Njörvi þá gamall orðinn. Sagði Páll þá einn dag um vertíðina við mann þar í Njarðvikunum, er hafði byssu: »Jeg ætla að biðja þig að skjóta hann Njörva fyrir mig; hann er orðinn of gam- all«. Njörvi var þar við og heyrði á talið; hvarf hann þá vonum bráðara, og sá Páll hann eigi framar þann vetur. En daginn eptir kom hundurinn heim að Ilruna; og taldist svo til síðar, að hann hefði verið rjettan sólarhring á leiðinni. En úr Njarðvíkum austur i Hrepp or, sem kunnugt er, lang- ur vegur. Maður nokkur hafði ljeð tík á annan bæ hjer um bil þingmannaleið í burtu. Undi hún sjer þar vel. En nokkru siðar gjörði eigandi hennar orð með manni, að hann bað að senda sjer tíkina við tækifæri, því að sjer lægi á henni. Tíkin heyrði, þegar boðunum var skilað, þaut þegar af stað og hljóp viðstöðulaust heim til húsbónda sins. —------------- Greiðasöm kýr. Maður nokkur gamall sagði svo frá, að þá er hann var lítill drengur, hafi hann verið vanur að reka kýr í haga. En á leiðinni var á eða lækur, sem yfir þurfti að fara, en varð ekki komizt nema með því að vaða. Tók hann það þá til bragðs, að fara á bak einni kúnni, til að ríða yfir um, og sætti tækifæri til að komast á bak henni, er hún stóð við stóra þúfu. Reið hann henni svo yfir um til baka, er hann skildi við hinar kýrnar; en hún skilaði sjer sjálf í hópinn. Upp frá þessu stóð lcýrin allt af kyr, þegar hún kom að þessari þúfu, og beið þar, þangað til drengurinn var kominn á bak. V. B. >i<

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.