Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 50

Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 50
42 Foriistu-Flekkur. —i—®—— Eins og mörgum er kunnugt, er Borgarfjörðr—austr— einn af mestu snjóþyngslahreppum á landinu; þar ól þessi merkilega vitskepna allan sinn aldr. Mér liefir sýnst hann þess verðr, að hans væri minnst dálítið i «Dýra- vininum*. Þótt ég hafi aldrei verið fjármargr, þá hefi ég opt verið heppinn með að eiga nýtar forustukindr. En engar þeirra vóru samt «Kára líkar». — Flekkr var meðalsauðr á vöxt, og þreklegr vöxtrinn, en snöggr á lagð; gæfr var hann og stiltr — en eigi var hann elskr að öðrum en mér. Móðir hans var sú latasta ær, sem ég hefi nokkurntíma kynnst, — en mesta happaskepna — það varð ávallt að láta hana elta sig í og úr haga. Flekkr var 8 sauðrinn undan henni, en ellefta lambið, og svo sem auðvitað engin hinna léttræk. Þegar hánn var lamb, lá hann ætíð annaðhvort á baki mömmu sinn- ar eða uppi á steinum eða klettum svo hann sæi sem bezt frá sér. Mér verðr lengst í minni, hvernig gekk að sigra hann fyrsta kvöldið á stekknum. Upp frá því kom hann vanalega fyrstr að hurðinni fyrir lamba- krónni; enda fyrstr út að morgni. Eigi barþó á því að hann vildi fara á undan, þar til hann var orðinn tvævetr, (enda átti ég annan sauð góð- an, er ávallt hafði fyrir því); en þá um vorið lánaði ég hann upp yfir fjall með fé, sem rekið var til héraðs; snjór var mikill og þyngsla ófærð, en er Flekkur sá að engin kindin fékkst til að fara fyrir, gaf hann sig sjálfr fram úr, og lagði at stað á undan hnappnum, og dugði strax eins vel og vanr for- ustusauðr. Upp frá þeim tíma reyndist mér hann ávallt betr og betr. Aldrei fór Flekkr á fjall að vorlagi meðan hann vissi von vor-áfella, og þótt hann væri rekinn, kom hann þegar um hæl aftr; var þá haft að marki að eftir væru harðindi, og brást það eigi. Aftr á móti, hyríi hann sjálf- krafa, mátti búast við einhverju betra; þurfti þá og eigi við því að búast að að hann sæist fyrr en á hausti, síð eða snemrna eftir veðráttufari. Hauetið .... var hann kominn í ærnar á sunnudagsmorguninn i 20. viku sumars; var ómögulegt að flæma hann frá þeim, hvernig sem til var reynt. Mér þótti þetta leitt, því honum fylgdi 3 vetr hrútr, sem ég átti og ætlaði mér að farga. Svo leið vikan allt til föstudags að veður breyttist eigi til verra, en á föstudagskvöldið kemur Flekkr einn heim með hrússa, lötrar inn í húsið, sem hann var í á vetrna, og þar leggjast þeir báðir inn við stafn. Hýstum við þá ærnar hjá þeim um nóttina, því okkr leizt eigi á aðfarir Fiekks, og brugðum við að koma toríi á hey, sem við áttum óþakið. Á með- an við vorum að því, tók að syrta að í lofti og drifa, og sluppum við tæp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.