Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 50
42
Foriistu-Flekkur.
—i—®——
Eins og mörgum er kunnugt, er Borgarfjörðr—austr— einn af mestu
snjóþyngslahreppum á landinu; þar ól þessi merkilega vitskepna allan sinn
aldr.
Mér liefir sýnst hann þess verðr, að hans væri minnst dálítið i «Dýra-
vininum*.
Þótt ég hafi aldrei verið fjármargr, þá hefi ég opt verið heppinn með
að eiga nýtar forustukindr. En engar þeirra vóru samt «Kára líkar». —
Flekkr var meðalsauðr á vöxt, og þreklegr vöxtrinn, en snöggr á lagð; gæfr
var hann og stiltr — en eigi var hann elskr að öðrum en mér.
Móðir hans var sú latasta ær, sem ég hefi nokkurntíma kynnst, — en
mesta happaskepna — það varð ávallt að láta hana elta sig í og úr haga.
Flekkr var 8 sauðrinn undan henni, en ellefta lambið, og svo sem auðvitað
engin hinna léttræk.
Þegar hánn var lamb, lá hann ætíð annaðhvort á baki mömmu sinn-
ar eða uppi á steinum eða klettum svo hann sæi sem bezt frá sér.
Mér verðr lengst í minni, hvernig gekk að sigra hann fyrsta kvöldið
á stekknum. Upp frá því kom hann vanalega fyrstr að hurðinni fyrir lamba-
krónni; enda fyrstr út að morgni. Eigi barþó á því að hann vildi fara á
undan, þar til hann var orðinn tvævetr, (enda átti ég annan sauð góð-
an, er ávallt hafði fyrir því); en þá um vorið lánaði ég hann upp yfir fjall
með fé, sem rekið var til héraðs; snjór var mikill og þyngsla ófærð, en er
Flekkur sá að engin kindin fékkst til að fara fyrir, gaf hann sig sjálfr fram
úr, og lagði at stað á undan hnappnum, og dugði strax eins vel og vanr for-
ustusauðr. Upp frá þeim tíma reyndist mér hann ávallt betr og betr.
Aldrei fór Flekkr á fjall að vorlagi meðan hann vissi von vor-áfella,
og þótt hann væri rekinn, kom hann þegar um hæl aftr; var þá haft að
marki að eftir væru harðindi, og brást það eigi. Aftr á móti, hyríi hann sjálf-
krafa, mátti búast við einhverju betra; þurfti þá og eigi við því að búast að
að hann sæist fyrr en á hausti, síð eða snemrna eftir veðráttufari.
Hauetið .... var hann kominn í ærnar á sunnudagsmorguninn i 20.
viku sumars; var ómögulegt að flæma hann frá þeim, hvernig sem til var
reynt. Mér þótti þetta leitt, því honum fylgdi 3 vetr hrútr, sem ég átti og
ætlaði mér að farga. Svo leið vikan allt til föstudags að veður breyttist eigi
til verra, en á föstudagskvöldið kemur Flekkr einn heim með hrússa, lötrar
inn í húsið, sem hann var í á vetrna, og þar leggjast þeir báðir inn við stafn.
Hýstum við þá ærnar hjá þeim um nóttina, því okkr leizt eigi á aðfarir
Fiekks, og brugðum við að koma toríi á hey, sem við áttum óþakið. Á með-
an við vorum að því, tók að syrta að í lofti og drifa, og sluppum við tæp-