Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 7

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 7
3 leið, og synt svo þar um reyrinn og hólmana innan um hina svanina, og sjeð þegar Sjatar ríður þar fram hjá með veiðiflokki sínum. Fóstri okkar vaknar ekki fyr en sólin er í landssuðri, og getur því ekki spurt Hatú eptir Sónaide fyrri en við erum komnar aptur fyrir laungu«. Sónaide var dálítið mótfalliu þessu í fyrstunni, en loks varð það þó úr, að þær fóru allar sjö í svanahamina, og flugu vestúr á Atíbú-hæðir á leið til vatnsins. Það var alt satt, sem blærinn og fuglarnir höfðu sagt Sónaide. Sjatar konúngur var á veiðiferð þar í nágrenninu, og hafði sett tjöld sín um kvöldið þar skamt frá vatninu. Hann var úngur maður og gjörfulegur og svo fagur, að sagt var að hver sú mær, sem feingi að líta hann augum sinum einu sinni, gæti aldrei gleymt honum þaðan í frá, þær störðu á mvnd hans í huga sínum á daginn og sáu hann í draumum sfnum á nóttinni. Hann var nú 18 ára og þvi kom- inn á þann aldur, sem úngir menn kvonguðust þar í landi. Nú svaf hann ljett og þægilega i tjaldi slnu, lítinn spöl frá Atíbú vatni, en svefninn er alt af ljettari i tjöldum en endranær, og þó aungu síður hressandi; en áður en fór að birta aftur vöknuðu fuglarnir á vatninu og flugu þar kvakandi fram og aftur um alt vatnið. Þessum látum var Sjatar konúngur ekki vanur og vaknaði undir eins við kliðinn. Hann gat með aungu móti sofnað aftur, og með því hann fýsti að hlýða á fuglana og sjá læti þeirra, þá reis hann upp, en sem hóglegast, til að vekja aungan mann, og gekk til vatnsins. Hann vildi fyrir aungan mun stvggja fuglana, og læddist þar þvi fram í dálitinn tánga, sem lá út i vatnið á einum stað, og duldist þar í smáum og lauf- þjettum seljurunni, til að láta sem rainst á sjer bera. Þarna lá Sjatar kon- úngur lánga hríð, og horfði á hvernig fuglarnir flugu frara og aftur; steggj- arnir og hinir kallfuglarnir stúngu sjer á höfuðin niður í sefið og reyrinn til að leita að morgunverðinum, en mæðurnar sátu á hreiðrunum um hólmana, eða vóru að bisa við að koma úngunum út á vatnið til þess að kenna þeim fyrstu sundtökin. Alt var á iði og kviki um alla hólmana og einginn iðjulaus. Við þetta undi Sjatar konúngur sjer lánga stund. En rjett sem sólin var að þoka fyrstu geislum sínum vestur yfir hæðina fyrir austan vatnið, varð hon- um litið þángað og sá hann þá hvar sjö svanir komu fljúgandi við hæðar- brúnina eins og þeir Ijeti morgungeislana bera sig. Það var aungu líkara en að vængirnir væru úr gulli, þar sem blóðrauðir geislarnir glitruðu í fjöðrunum. Fuglarnir liðu áfram óðfluga og steyptu sjer niður á vatnið, þegar þeir komu að því. Þeir syntu svo yfir um vatnið beina leið, og strikuðu áfram allir f röð, svo að öldur risu fyrir brjóstunum og gárarnir geingu lángar leiðir út frá þeim á báðar hliðar i logninu. Svanirnir syntu að landi skamt frá táng- anum, því þar var ekkert sef, og sljettar klappir við vatnið. Sjatar þótti þetta fögur sjón og einkennileg, og hafði þvi ekki augun af fuglunum, og hann sá þá, að strax sem þeir komu að landi, lögðust þeir þar allir graf- kyrrir og stúngu nefjunum undir vængina, en í sama bili sá hann líða frá 1*

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.