Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 34
V
28
Hestur Sveins lækis Pálssonar.
Sveinn læknir Pálsson sagði svo sjálfur frá, að hann hefði eitt sinn
farið úr Reykjavík svo drukkinn af »spönsku brennivini«, að hann vissi ekki
sitt rjúkandi ráð. Það var urcrvetur og var frost rnikið; en hann ætlaði aust-
ur yfir fjall, og var einn síns liðs. Þá er hann var kominn eitthvað nálægt
Lyklafelli (Lítlafelli?), datt hann af baki, og vissi ekki af sjer um hríð. Hann
raknaði við við það, að hestur hans stóð yfir honum, og var að nugga sjer
við hann, til að vekja hann. Ætlaði Sveinu þá upp að standa, en gat ekki,
því að hann 'var kalinn mjög á fótum. En er hesturinn sá það, að hann gat
ekki upp staðið, lagðist hann niður hjá honum svo haganlega, að Sveiun gat
bröltað á bak. Heldur hesturinn nú áfram sem leið lá austur Dyraveg; en
ekkert vissi læknirinn, hvað hann fór, og ljet hestinn ráða. Fór klárinn nú
svo hart sem hann gat, svo að lækninum væri óhætt á baki hans, og ljetti
ekki ferðinni fyr hann kom á hlað á bæ. Ekki komst lækuirinn af baki, en
hesturinn fór þá fast upp að bæjardyrunum, svo að læknirinn gat náð til að
berja í þilið með svipu sinni. Var þá komið út og Sveinn borinn inn, og
látinn upp í rúm og þíddur. Þetta var í Grafningi, en ekki man jeg á hverj-
um bæ. Svo vildi til, að þar bjó yfirsetukona, sem Sveinn læknir hafði áður
kennt, og þótti góð að hjúkra veikum. Þótti honum það hafa happalega til-
tekist, úr þvf sem gjöra var, og þakkaði það hesti sínum. Kvaðst hann eptir
það seint mundi heyra þær sögur af viti hesta, sem hann ekki tryði.
Hestur Ófeigs hreppstjóra Vigfússonar.
Sú sögn er um hest þann, er bar lik Ófeigs Vigfússonar, hins rlka, á
Fjalli á Skeiðum til grafar, að þá er líkkistan var tekin af honum og látin
upp i ferjubát, er ferja skyldi líkið yfir Hvítá upp í Skálholt, þá hafi hann
greinilega tárfellt; og sáu það margir þeir, er við voru.
Hestar fyrirfara sjer.
Sagt er, að hestur nokkur, er hafður var til að bera fjárhlut frá skipi í
Ilúsavík nyrðra, hafi eitt vor, er hann sá skip koma utan af hafi, stokkið í
burtu, og fyrirfarið sjer, af kvíða fyrir því að bera frá skipinu.
Eitt sinn var sagt svo hestur (á Skeiðum eystra) heyrði: »Þessi á nú
að falla á morgun«. Þá tók hann viðbragð, stökk út i haga og týndi sjer
jafnskjótt í dýi.