Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 53

Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 53
45 áðurnefnda ey, og tókum þnr nokkrar kindur. — Jeg hefi opt lagt, i vana * minn, einkum við slátrun sauðkinda og þegar fje er aðskilið, að taka eptir útliti kinda; svo var og í þetta sinn. Báturinn, sem við vorurn á, var lítill; voru þvi kindurnar bundnar niður i hann. Meðan þetta fór fram, tók jeg sjerstaklega eptir kind einni veturgamalli, sem í hópnum var; hún eins og virtist taka eptir hverju atviki, sem fram íór, er kindurnar voru bundnar og látnar út í bátinn; þegar fólkið hafði farið út i bátinn og ýtt frá landi, rann fjárhópurinn, sem eptir stóð á hleininni, upp i eyjuna, en þessi eina sauð- kind stóð eptir við sjóinn jarmandi; lagði síðan til sunds eptir bátnum og synti hjer um bil 10—12 faðma; var þá farið að taka í mál að bjarga henni upp í bátinn; en er hún sá að báturinn fjarlægðist meir, sneri hún aptur til lands jarmandi og bar sig auðsjáanlega illa. Jegsárkenndi í brjósti um vesa- lings sauðkindina sorgbitnu, sem söknuðurinn virtist eins og gagntaka, og leiddi í tal við eiganda hennar, að hann ljeti hana ekki úr eigu sinni, og að hún fengi að njóta lífsins í þakklætisskyni fyrir tryggða merki sitt, en ekkert varð af því, og var hún látin síðar um haustið. Það sem knúð hefir sauðkind þessa til að leggja til sunds eptir bátnum, hygg eg helzt að hafi verið það, að hún hafi átt einhvern vin meðal kindanna, sem bundnar voru niður í bátinn; en allar voru kindurnar fullorðnar, svo ekki gat|það hafa ver- ið móðurást ein; sönn vinatryggð hlýtur það að hafa verið. Benjamín Jóhannesson. -------------- Hæríngur. ---;---- Vorið 1878 fór kona min sál. út að Geitaskarði í Langadal til að finna vinkonu sína frú Hildi Bjarnadóttur, og reið gráum reiðhesti, sem jeg átti, sem ' saga er sögð af i Dýravininum 1889. Vinnumenn mínir 2 urðu henni sam- ferða og áttu þeir að sækja við ofan á Blönduós og höfðu meðferðis flesta eða alla hesta mína. Leiðin liggur lijer út yfir hálsinn og svo ofan með Blöndu að vestanverðu út að Holtastaðaferju. sem er nokkuð ofar enn Holtastaðabær. Þegar að ferjustaðnum kom, var ferjan kölluð, því konan mín sál. ætlaði þar yfirum, og stóð á því litla stund að ferjumaður kæmi, enn á meðan var farið að tala um að Hæríngur, (svo kailaði jeg hestinn) gengi ekki í ánafrá kunn- ugum hestum, því lestin ætlaði að halda ofan með ánni vestan megin; fóru þvi piltarnir, sem ekki vildu yfirgefa konu mína fyrr enn ferjumaður kæmi, að hnýta snæri í hestinn og ætluðu að hafa hann á eptir ferjunni. Enn þegar hann sá að ferjumaður kom og setti bátinn á flot, setti hesturinn sig ofan fyr- ir háan melbakka, sem er viö ána að vestanverðu, og svo út í hana og yfirum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.