Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 23

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 23
17 uninn á eftir. Nú var eitt eftir og ljetu þau það vera þar kyrt, en ekki lágu þau á því, nema þegar úngarnir voru i hreiörinu líka, því þá breiddi móðirin vængina yfir alt saman, bæði eggið og úngana. En svo sem þrem vikum seinna fóru þau að efna til lireiðurs á ný, og hún verpti þá fjórum eggjum hjá gamla egginu. Svo leið og beið þángað til lángt var um alla von komið, að úngar myndu koma úr þeirn eggjum. Jeg spurði þá kunnuga menn tii ráða, hvað gera skyldi og sögðu þeir allir, að ekki væri annað við að gera en að kasta eggjunum burt, því ófært væri, að láta móðurina þvínga sig með því, að liggja svona á þeiin hvern mánuðinn af öðrum. Jeg kom mjer þó ekki til þess í fyrstu, að taka þau frá henni, þar senr hún lá á þeim svo lirygg og þolinmóð. Loks berti jeg þó upp hug- ann einn dag, og fleygði burt eggjunum um leið og búrið var hreinsað. Auð- vitað vottaði ekki fyrir únga í neinu þeirra, en ekki gat jeg orðið þess var, að þau væri að neinu leiti fúl. En þetta liefði jeg ekki átt að gera, og iðraði mig mjög, að jeg fór svona að þessu. Því þegar búrið var komið á sinn stað og móðirin saknaði eggjanna, þá bar hún sig svo illa, að jeg gat ekki annað en sáraumkað hana. Hún flaug og hoppaði tístandi fram og aftur um búrið og hafði livergi ró, flaug livað ettir annað upp i hreiðrið og baðaði út vængj- unutn, og þessu ljet hún gánga allan daginn, og jeg sá ekki að hún hreyfði við brauði sínu eða korni um daginn. Kallfuglinn var líka allur eins og á glóðutn og flaug oft upp í hreiðrið og niður aftur. Svo stúngu þau saman nefjunum á spítunni og tístu þar og pískruðu saman hvort í kapp við annað. Næsta dag gat jeg ekki sjeð, að kallfuglinu væri að neinu leiti öðru visi en hanii átti að sjer, en hún var sí-óróleg þrjá eða fjóra næstu dagana, og eins og hún gæti hvergi verið. Svo fóru bæði að bera i hreiðrið á ný í gríð og kergju og verptu þá enn fjórum eggjum. Móðirin hafði altaf verið vön að hoppa úr hreiðrinu, þegar búrið var hreinsað, en í þetta sinn sat hún kyrr á þeim og bærði ekki á sjer meðan það var hreinsað, og það ljet hún gánga allan timan meðan hún var að únga út, en flaug strax niður, þegar búrið var komið á sinn stað, og taldi jeg víst, að það væri af þvi að eggin hurfu í fyrra sinnið meðan skift var um vatnið og sandinn. Næsta ár liefur liún þó verið búin að gleyma því, þá flaug hún af eins og hún var vön að gera áður. Síðan hefur það oft borið við, að hún hefur ekki getað úngað út, þeg- ar næturnar hafa verið kaldar, þó jeg hafi lilúð að búrinu eins vel og jeg hef haft vit á, en jeg sá að hún hafði sjálf bent mjer á, hvernig jeg skyldi þá fara að. Þegar jeg er orðinn viss um, að ekki verða úngar úr eggjunum, þá tek jeg burtu eitt á dag, þángað til eitt er eftir, þvi læt jeg hana lialda meðan hún vill. Siðan jeg fór að fara þessu fram hef jeg aldrei orðið var við minstu óró á móðurinni. Hún hefur legið nokkra daga á eina egginu, eins og ekkert hefði i skorist, og látið það svo eiga sig. Jeg hef og tekið öll bi.rt undir eins nema eitt, og hefur hún þá kannske hoppað niður einu •4*

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.