Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 51
43
lega við þaknínguna áðr en það hraktist. Ura morgunínn var komin mikil
fönn. Voru þá svo hörð veðr í hálfan mánuð, að fiallgöngr urðu eigi gengn-
ar, og fennti fjölda fjár almennt yfir allar Múlasýslur.
Þrásinnis kom það fyrir, að ég gaf kindum mínum inni, þó aðrir beittu
— ef Flekkr fékkst eigi frá húsi nema með nauðung. Það rakaði eigi úr, að
þann dag kom bylr, svo ýmsir áttu örðugt með að koma fé til húsa. Um
þessar mundir var ég í Gilsárvallahjáleigu; þar var þríbýli, og margt fé, þeg-
ar allt kom saman; varð alloft að nota beit yfir í svo nefndu .PartafjalU. og
Setbergslandi; þurfti þá að reka yfir þvera sveitina, er þar bæði ófærðarsamt
og langrekið, og hefði það sjaldnar verið vogað, ef það hefði ekki verið gert
i trausti Flekks; var það sannast sagt, að hann sparaði okkr marga heytugg-
una þau árin.
Ekki fór hann sér hart i rekstri, en þrammaði þetta jafnt, og eigi
sleit hann í sundr; eigi þurfti annað en víkja sér úr stað og benda honum,
til að rétta sig, ef bann sá eða heyrði fyrir veðri, og áreiðanleeur að rata,
hvort sem undan eða móti var að sækja, eins þó að hann hefði ófærð eða
þyrfti að rekja sig í króka; en ekki þurfti að lmgsa til að reka hann það,
sem hann treysti eigi fénu á eftir sér, þótt hann kæmist það sjálfr. Eg rak
mig þrásinnis á það, að hann var stórum nærgætnari með að sjá út hættuna
enn ég, þótt hann væri dýr, enn ég maðr.
í janúar 1887 var allgott veðr um morguninn; ætlaði ég þá að beita,
því hagar voru góðir, en ófærð í skefli. Kom ég Flelck þá ekki frá húsinu,
svo ég lét aftur inn oggaf. Stundu síðar vildu sambýlismenn minir rekaá jörð,
því útlit lagaðist, og birti í lofti, svo ég lét þá út líka. Þá varð ég að berja
Flekk frá húsinu, en það var eigi vani minn; leizt mér illa á að veðr myndi
endast; en er féð var komið í hagann tók það að dreifa sér og krafsa, en
Flekkur leit eigi i jörð, en stóð eins og dæmdr. Þá fyrst tók ég eftir miklu
veðr hljóði, og um leið setti þoku í fjöllin með norðanfari og fór að hreyta,
en var blæja logn; stóð ég litla stundvið, ogvar að ráða við mig, hvað gera
skyldi: reka heim, eða skilja svona við það. Ég þurfti að hára lömbum, sem
inni stóðu, og hélt mér mundi sleppa til, að skilja við það á meðan, og hljóp
því heim, og snaraði fram til þeirra hári, en er ég kom fram með tugguna,
reið yfir fyrsti bylrinn, og kvíslaðist alveg inn að stafni; hljóp ég þá út, að
sjá til veðrs, og var þá svo myrkt af hríðinni, að”ég átti fullt í fangi að ná
bænum rétt undan henni. Hélzt veðrið þann dag allan og nóttina eftir, svo
eigi var til bugsandi að vitja fjárins. I birtingu morguninn eftir slotaði dá-
litið og rofaði til, fóru þá allir sem treystust að tína saman, það sem við
fundum; iá það afvelta og niðrfrosið á gljánni, kind og kind í stað. Loks sá-
um við glóra í fjárhnapp skammt frá okkr, var Flekkur þar að vefjast utan-
um aðalhnappinn til að verja hann reki, alveg á bersvæði, en alblindr virtist
okkr hann (jafnt á báðum augum) af hríðinni. Rifum við þegar frá augun-