Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 44

Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 44
38 ari vandræðahugsun eða rjettara sagt hugsunarleysi leiðir aptur það, að mörgum manni hjer á landi heflr fundizt ' og flnnst enda enn, að á sama standi, hvernig farið er með skepnurnar, og að þær sjeu rjettlausar gagn- vart húsbónda sínum. Þeim er opt að litlu og stundum að engu þakkað það gagn, sem þær gjöra. Satt er það, að mörgum manni þykir 1 orði kveðnu vænt um skepnur sínar; en því er miður, að ef kærleikur sá er brotinn til mergjar, þá reynist hann opt ekki annað en eigingirni og sjálfselska. Jú, það er opt sagt, að Pjetri eða Páli þyki vænt um »sauðakrakkana sína«, klár- ana sína eða gemlingana. En auðsætt er, hvernig þeim kærleika er háttað, er sami Pjetur eða Páll fer svo illa með skepnur sinar, að ósótni og svnd er. Hann elskar í rauninni ekki skepnurnar, heldur gagnið og gróðann, sem hann hefir af þeim; en gagnið og gróðann elskar hann vegna sjálfs sín. Þess- um mönnum þykir vænt um skepnurnar á sama hátt fyrir sitt leyti eins og smiðnum þykir vænt um gagnlegt smíðatól eða sláttumanninum um góðan ljá; það er einungis rækt.arlaus sjálfselska og annað ekki. Það er því miður svo algengt, að menn gleyma því, að skepnan hefir vit og tilfinningar, að hú.n finnur og kann að meta, hvernig við hana.er breytt, að hún hefir rjett — já helgan rjett — á að menn meti það og virði það við hana sjálfa, og vegna hennar sjálfrar, hvert gagn hún gjörir, að mönnum þyJci vœnt um skepnuna sjálfa af því að allt lif hennar er þjónusta manninum til gagnsmuna og ánœgju, af því að hún beinlínis lifir fyrir manninn. — Þetta gamla hugsun- arleysi og gamla kærulausa meðferðin á skepnunum, sem af því leiðir, mundi mikið hverfa, ef menn veittu skepnunum og lífi þeirra betri eptirtekt en al- mennt gjörist, ef menn jafnan myndu það, að skepnurnar eru lifandi verur og hafa vit og næmar tilfinningar, já stundum engu síður en mennirnir. En mest er umvert í þessu etni, að vekja hjá börnunum velvildar- hugarfar og kærleika til skepnanna, kenna þeim og innræta þeim aðrar skoð- anir og aðra trú en verið hefir tíðkanleg. Gamall vondur og blindur vani er sá vondi andi, sem leitt hefir þessa syud, sem hjer á landi er sannkölluð erfðasynd, inn í meðvitund þjóðarinnar. Hann er það »kyrrláta vald«, sem hefir deytt góðu tilfinningarnar hjá mörgum, en rótfest og helgað spillinguna hjá þorra manna. Veturinn 18 . . gjörði á vertíðinni aftakabyl með heljar- gaddi. Veðrið stóð hjer um bil í 4 dægur. Rjett í veðurlokin var jeg á em- bættisferð og kom að ónefndum bæ. A bæjarstjettinni lágu nokkrar kindur dauðar og voru höggnir sundur á þcim fótleggirnir, á sumum framfætur, sum- urn apturfætur og á sumum bæði fram- og apturfætur. Bóndinn kom út, er jeg reið í hlaðið, og spurði jeg hann, er jeg hafði heilsað honum, hvernig á þessu stæði. »Svoleiðis stendur á því«, sagði hann, »að meðan veðrið stóð var fjeð í »borgunum« hjá okkur; var það orðið fennt og frosið niður hvað innan um annað og hvað ofan á öðru, svo að við urðum að pjakka það upp með pálum og járnkvlslum. Það lá hvað ofan á öðru eins og ketlög í tunnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.