Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 46

Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 46
40 rata; og heldur hefði jeg viljaö fylgd hans enn nokkurs manns, ef á mig hefði verið ráðizt. Sá jeg einu sinni ljóst dæmi þess, að hann vildi verja mig. Konan mín gaf honum vanalega að jeta; hafði hann því á henni matarást eins og tiðkast fyrir hundum og — rnönnum. Sarnt fór sú matarást einu sinni út um þúfur, þvi tryggðin við mig rjeð meiru. ílún kom að utan í kulda og hryssingi, og er hún kom inn, tók hún í gamni í axlir mjer og hryssti mig. Hektor lá og svaf undir skrifborðinu mínu eins og vant var. En um leiö og hún tók í axlir mjer, þá stekkur hann upp og ræðst á hana; læsti hann kjaptinum utan uin vinstri handlegginn á henni upp við öxl. Ætlaði hann þá að hjálpa mjer og eigi horfa i þótt hann missti vináttu húsmóðurinnar. Jeg hafði á þeim árum gaman af að stunda silungaveiði í Iiliðarvatni; var Hekt- or jafnan með mjer í þeim ferðum. Mátti þá segja, að jeg hefði »Þór í stafni«, því hann sat jafnan í öðrum 'stafni bátsins svo hátt sem hann gat komizt; tildraði hann sjer stundum svo hátt, að hann datt útbyrðis; en hann ijek sjer að því, að komast aptur upp i bátinn hjálparlaust. Einu sinni missti jeg aðra árina mcðan jeg var að vitja um net; jeg tók ekki eptir því þegar, og var árin ffotin frá mjer áður en jeg vissi af; jeg gat samt látið hann sjá árina og stökk hann þá í vatnið, synti eptir árinni og kom með haua að bátnum. Efnhverju sinni fór jeg sem optar út í dálítinn hólma í vatniuu, sem etidur verptu í; skildi jeg þá Hcktor eptir heima og lokaði hann inn í baðstofu. Honum smáókyrðist, er jeg var farinn; loks stökk liann á glugga, mölvaði hann og komst svo út. Rakti hann förin mín norður að vatni, en þar sem þau þraut, lagði hann út í vatnið, og vissi jeg ekki fyr enn hanu var kom- inn út í hólmann til nún; er það æðilangur vegur, sem hann þá hafði synt tii þess aö leita að mjer. — 1 Krisuvík var hann framan af óhöndlandi meðan jeg var í kirkjunni að messa. En Arni Gíslason sýslumaður fann upp á því, að fá bonurn hnakktöskuna mína til að liggja á rneðan jeg var úti; var hann þá jafnan spakur. En einhverju sinni hafði þetta gleymzt; braut hann sig þá út, hratt upp kirkjunni, óð inn að grátum, settist þar og lagði kollhúfurnar. Meðhjálparanum fjellust hendur, þvi Ilektor var ærið gustmikill, er hann kom inn. Samt varð það úr, að 2 menn rjeðust til að »viuna björninn® og koma honum út. HJýddi hann þá þó nauðugur væri. En eptir þetta gleymdist aldrei að íá honuin hnakktöskuna mina til að liggja á. •!* !1* Haustíð 1877 f'ór jeg vestur að Auðshaugi áBarðaströnd tilþess að kenna sonum Gunnl.sál. Blöndahlsúndir skóla. Ilann átti þá kúfskjóttan reiðltest, allra hesta stærstan og föngulegastan. Ilanu hafði verið mest.i gæðaskepna, en var þá kominn langt yfir tvitugt. Elliánmarkar Voru farnir að sækja á 'hann og töldu allir ráðlegast að slá liann af um haustið. En Gunnl. sál. aftók það, sagði að h'ann skyldi lifa meðan aö hann gæti; kvaðst hann skyldu launa honum langa og dygga þjónustu með því að gefa honum það bezta úr heyj-

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.