Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 31

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 31
25 gelti hann af öllum mætti, og klóraði í fætifr hans og hoppaði upp eptir hlið- inni á manninum. Hann gat ekkert í þessu skilið og reyndi með öllu móti að kyrra hundinn og bliðka liann, en það var alt árangurslaust. Svo reyndi hann að nema staðar nokkrum sinnum og mæla vingjarnlega til hundsins og tók hann því þá vel eins og vant var, en tók til sömu látanna undir eins og hann fór af stað aftur. Þessu gekk langa hríð. Þá sá maðurinn engin önn- ur ráð en fara að beita hörðu og stjakaði þá við hundinum þegar hann stökk upp að hlið hans, og þegar það dugði ekki, blakaði hann hundinn lítið eitt. Rakkinn gerði þá ekki fieiri tilraunir við manninn, en hljóp nú i hestinn og hoppaði fyrir framan framfætur hans, beit f þá og gelti þar í sífellu, svo hesturinn loks hikaði og veigraði sjer við að halda áfram. Nú varð maðurinn alsendis ráðalaus, hann sá, að hann gat ekki komist áfram með neinu móti, en vildi fyrir aungan mun láta förina heftast sakir móður sinnar. Hann var líka kominn á þá trú, að hundurinn væri að einhverju leiti orðinn brjálaður, og þetta myndi kannske vera byrjun á hunda-æði, sem er ekki ótíð þar um lönd. Þegar allar tilraunir voru árangurslausar til að stilla hundinn, tók maðurinn loks skammbyssu sína og sendi kúlu í höfuð rakkanum. Dýrið rak Upp vein og fjell til jarðar, eii reis þó upp aftur og gekk* kveinandi aftur á þá leið sem þeir voru komnir. Maðurinn gat ekki horf't á píslir hundsins og kaus að halda áfram án þess að líta aftur, því einginn eíi var á, að rakkinn myndi vera dauður eftir fáar mínútur. Hánn gat þó ekki að sjer gert að lita aftur og sjá til, að hann ljeti ekki þennan trygga vin sinn eftir hálfdauðan, 4 L__

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.