Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 24

Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 24
18 sinni eða tvisvar til að leita, en annars aunga missmíði sýnt á sjer. Jeg hef og reynt að taka ný egg úr hreiðrunum, ef vera kynni að fuglarnir söknuðu þeirra meira en hinna gömlu, en jeg hef einskis orðið var í þá átt. Mæð- urnar hafa setið kyrrar á þeim sem eftir voru, og úngað þeim út eins og ekkert hefði að orðið. Mjer dettur nú ekki í hug að halda, að alveg megi ráða eðli viltra fugla af eðii hinna tömdu, því mörg dýr týna alveg sínu náttúrlega eðli við það, að komast undir manna hendur. En hvað sem öllu því óeðli líður, sem vanalega fylgir þrældómnum og inni-kreppunni, þá er eins og áþjánin eigi erviðast með að vinna bug á foreldra-ástinni. Svo krarnin og Jcúguð sem flest okkar húsdýr eru af þessum óeðlilegum fjötrum kynslóð eftir kynslóð, þá er þó eins og þau elsld flest enn þá afkvæmi sitt, og þegar þessi ást er svo rik hjá kanarí-fuglunum eftir 300 ára kröm, þá er einginn eíi á, að hún sje jafnheit hjá hinum, sem enn eru frjálsir. Jeg lief heyrt, að varpbændur ljetu skilja eftir eitt egg í æða-hreiðrunum, og er það vel hvort sem það er gert fyrir hagnaðarsakir eða annars. Ef nú fantarnir, sem fara út um holt og'mýrar,’heiðar og aura á vorin til að ræna þessa fögru og meinlausu gesti íslands eða heima-fuglana afkvæmum sínum, vildu gera það fyrir sakir mannúðarinnar eða þess kristindóms, sem þeir játa, að minsta kosti með vör- unum, að láta vera eftir í hreiðrunum að minsta kosti eitt egg, þá gætu þeir, ef þeir vildu, hlíft mörgum tryggum og viðkvæmum móðurhjörtum við þeirri ángist, sem þeim er nú gerð ár eftir ár hugsunarlaust og tilfinnlngarlaust. Þessir aumlngjar eru oft hraktir upp af hreiðrum sínum á vornóttunúm, þegar náttúran sjálf hefur lýst friði yfir jörðinni og heitið griðum öllum sínum börn- um. Svo koma þeir að hreiðrunum auðurn og tómlegum, og sjá hve þetta rándýr hefur verið óendanlega miskunarlaust, sem hefur neytt þess, að það var lymskara og sterkara, og notað afl sitt og kænsku til að pína þann, sem var minni máttar. Ug það er nærri hörmulegast af öllu, að við vinnum alt þetta í nafni þeirrar siðleysis kenníngar, að við sjeum konúngar dýranna og megum gera við þau hvað sem vjer viljum, eins og náttúran hafi ekki gefið okkur öJlum börnum sínum, sem á jörðinni hrærumst, jafnan rjett til lífsins. Ef vilt dýr verður manni að skaða eða búfje, er hrópað hátt urn hefnd og blóð, sem og er von, en þó veikur fugl og varnarlaus sje rændur eða drepinn, þvkir lítið saka. Það er hjer eins og oftar, að þeir sem veikir eru og varn- arlitlir bæði af mönnum og skcpnum eiga fáa forrnælendur. Þ. E.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.