Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 13

Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 13
9 augum andvarpandí fyrir framan sæng hennar, og stóð ekki upp fyr en í það mund, sem hún kom til hans inn um gluggann forðum. Hún sú alt hvað hann leið þessar stundir og því bað hún móður sína um að gefa honum tár- in aftur, og þá nótt, sem hún fjekk þá bæn veitta, sá hún að maður hennar rendi tárvotum þakkaraugum upp til hennar, og það var sú fyrsta sæla, sem hún hafði notíð til fulls, siðan hún skildi við Indialand. Og þess vegna var það hennar mesta sæla að horfa þangað niður á nóttinni, því hún vissi að það var fyrir hennar skuld að þar höfðu þá allir frið og hvíld bæði menn og málleysíngjar. Nú var einginn fugl hrakinn upp af hreiðri sinu eða frá úng- um sínum nje heldur móðir frá jóði uvn vötn eða skóga. Ekkert dýr eða maður voru heldur þrælkuð á nóttinni. Nú gátu þar allir sofið í friði. Þetta var sælasti og friðsamasti bletturinn á allri jörðinni. Nú vissi hún að maður sinn hafði unnið til þess að losast við líkam- ann og fá að koma upp til guðanna. Hún þreyttist þvi aldrei á að knýja á móður sína til að biðja Siva að unna Sjatar konúngi rjettlætis og sýna hon- um miskun eins og hann sýndi öðrum. Og Síva ljet ekki svo mikla dygð og svo hjartnæma iðrun vera ólaunaða, því Síva er lika miskunsamur, og hann sagði, að Parvatí mætti senda Hatú ofan til jarðarinnar í ríki Sjatars konúngs, og ef hver skepna, bæði menn og málleysfngjar, árnuðu Sjatar konúngi þar góðs, mætti hann uppfylla óskir hans og láta hann sofna í friði. Hatú leið nú ósýnilegur um himindjúpið, og er hann kom niður í lönd Sjatars konúngs, brá hann sjer í líki allra skógarfuglanna og hjalaði við þá hvern eftir annan. »Er gott að vera í riki Sjatars konungs?« spurði Iíatú. »Já« svöruðu þeir, »hjer eiga allir skógarfuglar friðland. Hjer getum við sezt rólegir á hvern kvist, því hjer er aldrei lim á neinni grein, sem festi fætur okkar eða vængi. Svo er veturinn okkur hjer aldrei þúngur, því þá er hvert hús okk- ur forðabúr, og korn og brauðmolar fyrir hverjum dyrum, sem við getum borðað í friði«. Svo fór Tlatú í andarham og gaf sig á tal við önd, sem var að búa sjer til hreiður í ofurlitlum tjarnarbarmi rjett hjá alfara vegi. »Er það ekki hættuspil að byggja hreiður þarna hjá þessum polli svona nærri veginum?« spurði Hatú. »Nei«, svaraði öndin, »hjer er hver pollur friðaður fyrir okkúr, og hjer hefur einginn gert mein úngum mínum eða eggjum, því Sjatar kon- úngur hefur bannað það, og svo er svo vænt að vera hjer þegar vetrar að, þvf þá lætur Sjatar konúugur höggva vakir í tjarnirnar fyrir okkur, þegar svo ber við að þær alfrjósa«. Sömu svör fjekk hann at öllum sundfuglunum. Þá sá Hatú hvar gamall asni var á beit, og var hann þá þegar orð- inn að asna. »Það er ekki margt að beitarlandinu þínu, kunningi« sagði Ilatú; »ónei« svaraði asninn, »það er blessaður konúngurinn, sem hefur skipað svo 2

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.