Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 14

Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 14
10 fyrir, að við gömlu asnarnir feingjum svo góðan haga að við gætum satt okkur, og þyrftum ekki að standa húngraðir í móunum, þegar blíðast er vor- ið og alt í gróðri, af því við værum orðnir gamlir og tannlitlir; því ef hann húsbóndi minn gerði það, þá yrði jeg tekinn af honum og feinginn öðrum, sem betur fer með gömlu asnana sina. Svo fáum við svo góða hvild, því hjer fær hver asni að sofa i ró allar nætur og þarf aldrei að gánga þreytt- ur til vinnu á morgnana. Svo er svo gott að vera hjer á vetrin, því þegar snjóar eða steypiregn gánga, má einginn hafa asna sinn úti«. Hatú hafði nú tal af öllum nytja dýrunum og fjekk af þeim öll hin sömu svör, og lofuðu öll saman æfi sina og Sjatar konúng einum munni. Síðast tók Hatú á sig betlara gerfi og stefndi þjóðveginn heim til borg- arinnar sið um kvöld. Þá kom á móti honum förumaður með mikinn poka á baki skálmandi eftir veginum. »Þjer er eitthvað ljett undir fótinn, kunn- íngi« sagði Iíatú, »það er eins og einhver hefði stúngið konúngsríki í pokann þinn«. »Þú ert vist kominn lángt að, skepnan mín«, svaraði múnkurinn, »fyrst þú ert svona horaður og eymdarlegur, ef það er annars ekki af leti að þú ert að fara um, því hjer i löndum Sjatars konúngs geingur einginn með tóman poka, þó hann geti ekki unnið sjer brauð sakir heilsuskorts eða elli, og vanti þig vinnu, þá getur þú farið til ármanns konúngs og er hann skyld- ur að veita þeim mat, sem líða sult af vinnuskorti. Hjerna er svo brautbiti, kunníngi, ef þú ert svángur, og þarna er herbergið þar sem allir þnrfamenn geta feingið skjól næturlángt«, og um leið benti múnkurinn honum á stórt hús við veginn, en Hatú þakkaði honum fyrir greiðasemina, og bauð honum góðar nætur. Nú hafði Hatú lokið störfum sinum að mestu og var nú ekki annað eftir en að hvíla hinn gamla konúng. Öldúngurinn reis upp um óttu þessa nótt, eins og hann var vanur, til að biðjast fyrir og finna frið við hvílu Sónaide konu sinnar, þar Sem hann hafði kyst hana látna síðasta kossinum fyrir 49 árum. Hann lagði svaninn í sængina og hallaði höfðinu að honum, og bað þá enn þá með tárum sömu bænarinnar, að Sónaide fvrirgæfi honum undina þá sem á brjóstinu var. Þá var Sjatar sem hann beyrði rödd rjett við eyra sjer þar sem hann kraup þarna við sængurstokkinn og hjelt hönd- um fyrir andlit sjer. Röddin mælti glöggt þessum orðum: »Nú fœrðu að sjá Sónaide lcona þina aftur, Sjatar Jconúngur, því nú líður öllum þegnum þinum vel«. Þó Sjatar konúngur hygði í fyrstu að þessi rödd kæmi frá samvisku hans og von, úr hans eigin brjósti, þá var honum samt fróun að henni, því þó samviska hans hefði oft sagt við hann: »Nú líður öllum þegnum þínum vel«, þá hafði hún aungu sinni fyr sagt það svo hátt og svo djarflega eins og nú. 0g þó vonin hefði stundum hvíslað því að honum, þegar hann kraup hjá þessum sængurstokki: »Nú færðu að sjá aftur Sónaide konu þína«, þá hafði

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.