Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 52
44
um á honnm, og rákum af stað, og var þá knálega róið »fram í« það sem
Flekkr átti hltitinn að; en 3 kindr hafði hann mist úr þessum hóp, sem hann
hafði verið að vefjast fyrir, og hröktu þær ofan á jafnsléttu. — Sumt af hinu
fór til dauðs;
Þrásinnis var það, að ég neyddist til að lána hann yfir fjöll, og þurfti
þá eigi annað en víkja honum á veg til baka, og varð aldrei tjón af því, að
hann eigi skilaði sér sjálfr. Aldrei var heldr svo margt fé á leið manns,
að eigi mætti reka hann tafarlaust í gegnum það — allt eins þótt hann
væri einn.
Yorið 1892 var mjög kalt hér neðra; þó var orðið alautt út við sjó-
inn, en það vor bar hann sig þó verst á æfi sinni. Á uppstingingardag var
hita sólskin og blæjalogn; þá fékkst hann hvergi frá húsi, og leit eigi í jörð>
heldr stóð og hýmdi; hélt ég þá að hann væri að drepast, og gekk til hans
og strauk honum, en það kom fyrir ekki; lét ég hann þá inn og gaf honum,
og át hann mjög lítið, en morguninn eftir var komið snjóbleytuhlað og hag-
laust yfir allan Borgarfjörð; hélzt það fratn í 8. viku sumars, að aftr fór að
svia til, og snjór að síga, sem þá var orðinn ómunalega mikill. — Var þá
búið að skera undan öllum þeim ám, sem eigi hafði orðið bjargað til héraðs.
— Á mánudaginn í 8. vikunni var hita sólskin og blíðviðri; þann dag þurfti
ég að gera við bát nokkuð frá bænum, og skildi húsið eftir opið, en lækr
lónar sig milli húss og bæjar og rétt meðfram bæjarveggnum þvert i gegnum
túnið. Mun hann hafa ætlað heim yfir lækinn af því hann sá auða veggi.
Þarna átti hann að bera beinin. Hann flaut dauðr í læknum, þegar ég kom
heim. »Svo bregðr hverjum á banadægri«, varð mér að orði. »Þú hetðir ein-
hverntíma haft hugboð um þessa hættu«. Ég man ekki eftir að mér hafi í
annan tíma verið stórum þyngra niðri fyrir enn þá. Mér fannst hann eiga
annað að mér — eftir 15 ára dyggilega þjónustu, sjóndapr og tannlítill — en
að fara til svona fyrir handvömm.
Bakkagerði 31. marz 1894.
Stefán Jónssoii.
------------—
Tryggð meðal kinda.
—
Fyrir fáum árum síðan var jeg með öðrum fleirum í kaupstaðarferð
frá Skáleyjum til Flateyjar; það var um hausttima. Eyja ein var á leiðinni
skamml frá Skáleyjum, og til hagræðis var vani að flytja þangað um stund-
arbið Jje það er fara átti til Flateyjar, upp í ýms viðskipti manna; þannig
var og í þetta sinn. Við fórum að morgni dags frá Skáleyjum, lentum við