Dýravinurinn - 01.01.1895, Síða 4

Dýravinurinn - 01.01.1895, Síða 4
vottur þess, að mörg dýr hafa vitsmuni og mörg næma tiiflnning fyrir meðlæti og mótlæti. Það er minni hestsins, sem kemur honum til að strjúka til átthaga sinna, og hyggindi, sem kenna honum að veija betri veg yíir torfærur en eigandinn sjálf- ur. Sama er að segja um hundinn. Það er minni, þegar hann þekkir eiganda sinn eptir mörg ár, hyggindi og skilniug sýnir hann, þegar hann sækir hlut langan veg, sem glatazt hefur, cða þegar hann fer svo á bug við fjárhópa í bröttum fjallshlíð- um, að þeir komast eigi þá leið, sem hann vili eigi að þeir fari. Vitsmuni og hygg- indi sýnir forustusauðurinn, þegar liann velur svo veg i óf'ærð og stórhríðum, að lífi fjölda fjár er bjargað. Sumir dýravinir eru þeirrar skoðunar, að skerpa beri hegninguua fyrir illa meðferð á skepnum. Gegn vægðarlausum skepnukvölurum væri hentugt að hafa slík lög, en einhlýtt mun það þó naumast reynast. Aðalatríðið er, að innræta þjóð- inni velvild til skepnanna og fyrirlitning á illri meðferð. Mjer hafa verið sendar svo margar sögur í »Dýravininn«, að meira en þriðjungur þeirra kemst ekki í þetta hepti, og verður afgangurinn þess vegna að bíða seinni hepta. Þetta eitt með öðru tel jeg gleðilegan vott um vaknandi áhuga á málefninu. Jeg sendi hjer með þakklæti mitt til þeirra, er sögurnar sendu. Tryggvi Gunnarsson. E f n i s y f i r 1 i t. Sagan af Sjatar konungi og Sonaide drottningu, Kjammi....................................... Eggjarán .................................... Smásögur .................................... Vitsmunir dýra............................... Vörn og hapt (kvæði) ........................ Smávegis .................................... Forustusauðir................................ Um slátrun .................................. Skynlausar skepnur .......................... Hesturinn og drengurinn (barnavisur) . . . . Forustu-Fiekkur.............................. Tryggð meðal kinda........................... Hæringur..................................... Vitrir hestar ............................... Til minnis................................... þýdd af Þorsteini Erlingssyni bls. . 1 eptir sama .... . 12 — sama .... . 15 safnað af sama .... . 19 eptir síra Valdimar Briem . . 27 — sama .... . 30 — síra Jónas Jónasson . . . 31 — Jón Magnússon . . . . 34 — Tryggva Gunnarsson . 36 — síra Ólaf Ólafsson . . . 37 . 41 eptir Stefán Jónsson . . . . 42 — Benjamín Jóhannesson . 44 — Ingvar Þorsteinsson . 45 — síra Jóh. Þorstieinsson' . Zr — sama . . . . 47

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.