Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 29
23
höíðum kallað hann Gest í önclverðu, þegar hann kom, og það var hann oft-
ast kallaður siðan, en þó stundum Strútur.
Svona liöfðu liðið, að mig minnir, 8 eða 9 ár. Þá var faðir minn einu
sinni í Bakka-ferð, og hafði Gestur stolist með honum burt í óleyfi þá eins
og oftar. Faðir minn ljet altaf hesta sína á haga hjá bæ einum þar á Eyrar-
bakka meðan hann beið eftir að komast að 1 búðinni, eða lauk öðrum erind-
um sínum, og var Gestur vanur að bíða þar hjá hestunum meðan faðir minn
var í burtu, og fór aldrei frá þeim. En þegar faðir minn hafði verið burtu
litla stund einu sinni urn daginn, var hundurinn horfinn, þegar hann kom aft-
ur og sá hvorki af honum veður nje reyk. Faðir minn gekk þar kallandi til
og frá um nágrennið, en Gestur var þar hvergi. En rjett á eftir kemur ha-nn
hlaupandi vestan frá búð austur til hestanna og fiaðrar upp á föður minn
með gelti og gleðilátum. Hann skildi ekkert hvað hundinum var, því seppi
var aldrei vanur þessháttar tiktúrum; en hann lángaði til að vita orsökina og
gekk með hann vestur að búð. Þar var þá margt manna og þar á meðal
tveir menn nýkomnir, sem voru að spretta af. En Gestur gaf sig ekki að
neinum. Loks tók annar nýkomnu mannanna eftir Gesti og sagði við hann
vingjarnlega: »Þú ert þá kominn þarna aftur, Trítill minn. Það er mikið að
þú skulir þekkja mig enn þá, því jeg ætlaði þó valla að þekkja þig». Eu
Gestur hafði þekkt rjett; þetta var gamli húsbóndi hans og hafði hann týnt
Gesti, sem hann kallaði Trítil, það haust, sem áður var getið, og það þóíann-
ari sveit. Gestur haf'ði þá verið á heimleið, en komist afvega með einhverj-
um af rjettafólkinu og svo orðið áttaviltur, og ekki getað fundið rjetta leið
þegar hann hvarf forðum. Gestur sat hjá og hlýddi á meðan mennirnir sögðu
hvor öðrum æfisögu hans. Maðurinn hafði farið at baki þar austur frá og
teymt hesta slna þar fram hjá sem Gestur sat, og rakkinn þá komið hlaup-
andi til hans. Hann ætlaði ekki að þekkja Trítil sinn aftur, en af því lifur-
inn var injög einkennilegur ránkaði hann þó loks við öllu og kallaði á hann
með sjer vestur að búð, en svo var rakkinn horfinn að vörmu spori, og gerði
sig heldur ekki liklegan til að skilja við föður minn, enda barst það ekki í
tal nema í gamni, og þeir urðu fijótt ásáttir um að seppi fengi að vera þar
sem hann vildi, það sem eftir var æfinnar og þótti merkileg trygð hans og
minni.
Svo kvaddi faðir minn, og vildi þá Gestur ekki verða eftir, og fylgdi
hann siðan föður minum trúlega eins og áður. Gestur lifði ekki svo fá ár
eftir þetta, og andaðist í góðri elli. G. S.
Minnugur hestur.
Jeg ætla að hnýta hjer aftan við sögukorni, sem Guðmundur gamli á
Keldum sagði mjer einu sinni fyrir mörgum árum sem dæmi upp á það, hve