Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 38
32
Tík hefir trog fyrir bát-
Það vildi til fyrir æðimörgum árum á einum bæ hér í Eyjafirði, að
vatn hljóp inn um vegg inn í bæinn; það var hláka og mikil leysing, og urðu
menn ekki varir við vatnið af því að þetta var um nætrtíma. Tík lá þar á
hvolpum í eldhúsinu. Um nóttina vaknar fólkið i baðstofunni við það að tík-
in ólmast og geltir fyrir framan baðstofudyrnar, og lætr mjög ófriðlega; var
svo farið á fætr, og urðu menn þess brátt varir hvers kyns var, að bærinn
var orðinn hálffullr af vatni. Enn þegar komið var í eldhúsið, flaut þar trog
eitt á vatninu, og báðir hvolparnir í troginu. Hafði tíkin látið þá upp í trog-
ið áðr enn hún fór inn, til þess að vera viss um, að þeim væri borgið. Tík-
in hefir auðsjáanlega farið yfir vatn á ferju, eða að minnsta kosti séð ferjað,
og þannig dottið í hug að nota trogið fyrir bá.t.
Kisa beiðist gistingar.
Fyrir nokkurum árum vaknaði bóndinn á einum af hraunbæjunum
framarlega í Kelduhverfi eina nótt við það, að köttr ólmast og mjálmar sárt
á glugganum hans; rigning mikil var úti og veðr ið versta. Bóndi var dýra-
vinr, og smeygði sér í eitthvað af fötum, og íór út; enn þegar hann opnaði
bæinn, var þar úti fyrir ókunnugr köttr með tvo litla ketlinga, sem voru ný-
lega farnir að sjá, og mjálmaði upp á bónda. Hann tók vel á móti kisu, og
veitti henni húsaskjól. Litlu síðar spurðist það upp, að læða þessi átti heima
þar úti á bæjunum, og hafði hana vantað lengi; hafði hún séðst um sumarið
í hrauninu nokkuð írá þessum bæ, sem hún leitaði gisingar á. Þegar óveðrið
kom, hefir henni þótt óvistlegt í hrauninu, og borið ketlingana á víxl spöl og
spöl, þangað til hún var komin heim að bænum. Enn ekki hefir henni þótt
nóg að ná húsum, heldr tekið það eftir mönnunum að fara upp á glugga þótt
á ókunnugum bæ væri. Þar sem annars er títt að opna glugga, venjast kett-
ir oft á að koma á þá og beiðast inngöngu, enn ekki veit eg önnur dæmi
enn þetta fyrir því, að þeir hafi gert það annars staðar enn heima.
Hundur gsetir barns.
Það eru að eins örfá ár síðan, að hjón bjuggu á einum af fremstu
bæjunum í Eyjafirði; einu sinni um haust voru ærnar komnar heim, og átti
að hreinsa þær, enn fátt var þar manna, og stóð svo á, að fárra vikna gam-
alt barn, sem hjónin áttu, svaf í rúmi í baðstofunni, enn búrakki bónda svaf
undir borðiriu. Konan var viss um, að þó að barnið kynni að vakna, væri
því engi hætta búin með að velta íram úr; fór því konan til húsanna, og