Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 54
40
Var áin þó í það sinn mikil og aegileg. Þetta sýnir að hesturinn hefur haft
greinilega hugmynd um það, h.vað hann átti að gjöra. Fleiri sögur gæti jeg
sagt af hesti þessum, er sýna glögt að hestar hafa rneira vit enn almennt er
ætlað, því hjer var ekki um heimfýsi eða strok að tala, ekki heldur var i
hestinum neinn móður, svo hann vissi ekki, hvað hann gjörði, eins og fjörhest-
um er hætt við ef þeim er riðið hart í samreið, þvi bæði var riðið hægt að
ferjustaðnum og staðið þar við litla stund.
Hest þennan ljet jeg slá af haustið 1882 þá 20 vetra. Var hann þá i
fullu fjöri og unglegur, enn það sumar heyaðist mjög illa og mátti heita að
engin tugga fengist með verkun. Mjer var láð að fella hann svona snemma,
því jeg átti töluverð hey að vöxtum, enn bæði ill og gömul, og jeg gat ekki
vitað að hann ætti bágt, því enga skepnu hefi jeg eignast, sem mjer hefur
þótt eins vænt um.
Ivgvar Þorsteinsson.
--------------
Yitrir hestar.
Vorið 1885, þegar jeg var biskupsskrifari í Reykjavik, keypti jeg fyrir
hönd Magnúsar Stephensens, þáverandi assessors og amtmanns, en núverandi
landshöfðingja, gráan reiðhest frá Sólheimum í Húnavatnssýslu. Landshöfð-
inginn átti hest þennan liðugt ár; þótti honum hann of fjörugur, og seldi mjer
hann sumarið 1886 um það bil, sem jeg gjörðist prestur að Stafholti. í sept-
embermánuði þetta sama sumar reið jeg Grána úr Reykjavik austur á
Eyrarbakka; fór jeg Lágaskarð og yfir Ölfusá hjá Oseyrarnesi, og sömu leið
aptur til Reykjavíkur. Síðan fór jeg með Grána um haustið upp í Stafholts-
tungur, líkaði mjer vel við hann og hef síðan haft hann fyrir aðal-reiðhest
minn. *>
í júlímán. 1890 varð jeg að fara austur i Rangárvallasýslu; fór jeg fyrst
frá Stafholti eins og leiðir liggja suður í Revkjavík, þaðan austur yfir fjall
Iíellisheiðarveg og yfir Ölfusá hjá Selfossi. Segir ekki af ferðum mínum fyr en 1
jeg kom aptur að austan hina neðri leið, og var jeg þá nótt á Eyrarbakka;
lagði jeg þaðan af stað snemma dags áleiðis til Reykjavíkur og ætlaði Lága-
skarð; fór jeg því yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi; jeg var einn manna og hafði
Grána og tvo aðra hesta. Eins og mörgum er kunnugt, er sandur aliþungfær
frá Óseyrarnesferju og heim að Hrauni í Ölfusi, og hggur vegurinn þar um
liríð með túngarðinum og siðan út í hraunin og upp undir Lágaskarð. Þegar
jeg kom að túngarðinum á Hrauni, gekk Gráni laus og mundi jeg þá cptir
því, að þar einhversstaðar frá túngarðinum lá gata gegnum hraunið upp undir