Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 10
6
sjálfur skuld í honura og einginn annar. og því var saraviska hans svo pín-
andi sár við hann og gaf honura aungan frið. Hann rakti fet fyrir fet alla
æfi sína, frá því fyrst að hann sá svanina koma á gullvængjunum við heiðar-
brúnina og alt fram að þessari stund. Iíann mundi hve ákaft hann hafði
elskað Sónaide og elskaði hana þó aldrei heitara en nú. Hann mintist þess,
hve ástrík og ráðholl hún hafði verið honum öll þau ár, og hve oft hún hafði
hvatt hann til að láta af svallinu með vinum sínum, veðreiðum sinura og
þessum laungu og tíðu veiðiferðum. Svo mintist hann þess, hvernig lokkun-
ar- og fríunarorð vina hans höfðu dregið hann út á sömu villistiguna livað
eftir annað, út á þá villistigu, sem hugsunarlaus, gjálíf og munaðargjörn æska
hafði leitt hann út á í fyrstu. Alt þetta hafði hann gert í stað þess að hugsa
um velferð þegna sinna eins og Sónaide hafði svo oft mint hann á. Og það
var nærri ótrúlegt, hve þolinmóð hún hafði verið. Hve oft hafði hún ekki
geingið grátandi burt, þegar hann kom heim með blóðug dýrin af veiðum, og
hafði þá stundum skotið mæður frá úngum afkvæmum eða afkvæmi frá
mæðrum, og aldrei hafði hún mælt til hans eitt ásökunar orð nema að eins í
fyrsta sinn, þegar hann kom með svaninn, sem hann hafði sært i brjóstið og
hundur hatis hafði dregið hálfdauðan upp úr reyrnum, þá bað hún hann grát-
andi að hætta að skjóta saklaus dýrin og lofa þeim að eiga frið í ríkjum þeirra,
eins og hin rjetta Bramatrú byði. Hann hafði þá heitið því hátíðlega, en lítið
gert að því að efna það híngað til. Eins hafði hann heitið henni þvi að drekka
sig aldrei ölvaðan, og hvernig hafði hann ekki efnt það. Það var ölið, sem
var orsök í allri ógæfu hans. Það var orsök í þvi, að hann sagði henni
fyrsta móðgunaryrðið, þá fyrir tveim árum, og þá hefði hann þegar átt vísan
bana, ef hún hefði ekki bjargað honum, tekið svanaham sinn og fiogið á fund
fóstra síns og beöið honum griða. Hve sæll var hann ekki þá, þegar hún
kom aftur í svanaham sínum um morguninn, breiddi svo faðminn á móti hon-
um, lagði hendur um háls honum og sagði með gleðitárin í augunum að lion-
um væri fyrirgefið. Og þó hafði hann aftur sármóðgað hana, þegar hann
kom ölvaður af veiðiförinni í fyrra dag, og þó hafði hún ekki sagt eitt orð,
og gengið að eins þegjandi og sorgbitin inn í herbergi sitt, þetta sama her-
bergi, sem hann var í nú. Hjer liafði hún mátt láta myrkrið og þögnina
friða harm sinn. Hann hafði að sönnu iðrað þessa, þegar af honum rann öl-
víman og farið inn i herbergi hennar til að biðja hana grátandi fyrirgefning-
ar, en þá var sængin auð. Hún var án efa eins í þetta sinn farin til að biðja
honum vægðar, því fóstri hennar myndi senda Hatú miskunarlaust undir eins
og hann vissi að henni var gert hugstríð.
En þessi bið var svo óendanlega þúngbær að þessu sinni. I fyrra sinn
var hún komin aftur um morguninn við sólar uppkomu, en hann hafði vakað
þar á sama stað eftir henni alla síðustu nótt, allan daginn og það sem af
var þessari nótt, og enn þá var hún ekki komin. Nú fanst Sjatar konúngi