Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 55
Skarðið. Jeg sá líka brátt götu, sem lá út í liraunið og rak hestana á hana.
Þegar jeg var kominn á að gizka meðal stekkjarveg eptir hinni djúpu hraun-
götu, veit jeg ekki fyrri til en Gráni hendir sjer upp úr götunni og þvert út
í hraunið til hægri handar; skilur þar með honum og hinum hestinum. Jeg
fer gangandi að elta hann, þvi óreitt var um hraunið, en hann lætur mig
ekki komast fyrir sig og ekki heldur ná sjer, og er hann þó gæfur í verunni.
Jeg skildi ekkert i, hvernig á þessum kenjum klársins stóð og sá ekki annað
ráð fyrir hendi, en að hverfa aptur heim að Hrauni og fá þar mannhjálp til
að ná honum; en þegar jeg var að bollaleggja þetta með sjálfum mjer, steypir
Gráni sjer niður í djúpa hraungötu og brokkar leið sína mjög ánægjulega
eptir henni. Sá jeg þá, hvernig i öllu lá: Jeg hafði farið ranga götu, göt-
una sem liggur út í Þorlákshöfn og sem liggur jafnhliða Lágaskarðsgötunni
með spottakorns-millibili, en stefnan var enn ekki farin að breytast. Þetta
mundi hesturinn eptir 4 ár, eptir þessu tók liann, þó að jeg tæki ekki eptir
því.
Fleiri dæmi um aðgæzlu og vegvísi Grána gæti jeg tint til. í myrkri
og vetrarhríðum trúi jeg honum betur að rata heim en sjálfum mjer.
En hann er ekki eins dæmi; þó eru hestar mjög misvitrir að sinu
leyti eins og mennirnir.
Jóh. Þorsteinsson.
Til minnis.
»Er at svá gott at galli nje fylgi«. Mjer datt þetta í hug þegar jeg
einu sinni ekki alis fyrir löngu reið í hita og þurk og moldryki eptir hinum
upphleypta góða vegi, sem búið er að gjöra úr Reykjavík austur í Árnessýslu.
Það er munur að fara þennan veg nú en áður var. Það er munur fyrir
manninn, mun skemtilegra og þægilegra og mun fijótfarnara, og það er líka
munur fyrir hestinn, mun hægara fyrir hann að hlaupa eða bera baggana
sína eptir þessum sljetta vegi, en eptir urðununj, sem áður voru.
En fyrir hestana er samt einn galli á þessum vegi. Hver er hann ?
Það er vatnsleysið.
Þegar heitt er og moldryk, þegar hesturinn, ef til vill, er búinn að
standa svo og svo marga tíma bundinn í Reykjavík, þegar svo eru lagðir á
hann þungir baggar, eða honum riðið hart, hvilíkur ógurlegur þorsti mun eigi
ásækja hann? En hannnær hvergi i vatn. Hann getur eigi drukkið í ám nje
lækjum, því þar eru svo háar brýr yfir. Svo er hann líka stundum teymdur
eða knúinn svo hart áfram, að hann fær eigi tíma til að drekka, þótt hann
komist á stöku stað út af veginum og sjái vatn þar all-skammt frá. Vatuið
verður þá að eins til að auka þjáningar hans.
Góðir menn, sem farið á sumrum eptir hinum nýju vegum, sem nú