Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 6

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 6
2 sýnist þú lika vera svo svefnþrúngin eins og þjer liefði ekki komið dúr á augu í alla nótt«. »Það er satt, kæra Níní min, jeg get ekki súngið núna, og jeg hef heldur ekki sofið vel í nótt«, svaraði Sónaide. »Heldurðu það brái ekki af þjer, þegar sólin kemur upp, cða a>tli nokkur óhamíngja geti verið í nánd, sem mæti þjer i dag?« spurðu þá allar hinar mej’jarnar í einu hljóði. »Ekki held jeg það«, svaraði Sónaide, »jeg held sólin geti ekki hjálpað mjer í þetta sinn, en það er þó ekki af því, að nein bráð óhamíngja þreyngi að mjer, og þið skuluð ekki vera hugsjúkar min vegna, kæru systur mínar, og jeg get vel sagt ykkur hvað mjer býr í brjósti, þó það sje reyndar leynd- armál, þvi jeg veit að þið eruð þögular, eins og blómin og trjen«. »Það er vel gert at þjer, að segja okkur, hvað að þjer geingur«, sögðu þá lagssj'stur Sónaide. »Við höfum líka einstöku sinnum getað greitt úr með þjer«. »Jeg ætla þá að segja ykkur alt eins og er« sagði Sónaide. »Þegar jeg var á gángi hjerna i garðinum seinast í gærkvöld, rjett áður en jeg fór að hátta, þá var jeg að hlýða á fuglana, sem fljúga bjerna austur um á hverju kvöldi vestan af Atíbú-vatni. Þeir kvökuðu um margt og mikið eins og þeir voru vanir, en þeir töluðu hvorki um vatnið nje skógana, veðrið nje morgundaginn, og heldur ekki um hreiður sín eins og þeir eru vanir að gera á kvöldin, því nú vóru þeir allir óðamála um Sjatar konúng, og var eins og þeir þreyttust aldrei að endurtaka sömu orðin um tign hans og fegurð; jeg heyrði þeir höfðu setið lijá vatninu alt kvöldið, og varla gert annað en að liorfa á Sjatar, sem kvað hafa tjaldað þar í gærkvöld. Svo fóru þeir að tala unr mig og óskuðu, að jeg gæti feingið að sjá hann, þó ekki væri nema rjett i svip, því nú væri einginn sveinn svo fagur á jarðriki sem hann«. »Svo ætlaði jeg að láta kvöldgoluna svala mjer, þegar fuglarnir voru llognir hjá, og reyna til að gleyma því, sem þeir vóru að þvaðra um, en hvar sem jeg kom hjer í garðinum, þá var kvöldandvarinn að hvisla öllu þessu sama að greinunum og blómunum, svo að nöfn okkar Sjatars konúngs heyrð- ust í hljóðskrafinu um allan garðinn. Svo flýtti jeg mjer inn og fór að hátta, en þetta alt hafði feingið svo mikið á mig, að mjer var ómögulegt að sofna, og þá fann jeg líka, að jeg hafði feingið svo brennandi laungun til að sjá Sjatar konúng, að jeg myndi aunga ró hafa fyr en jeg gæti feingið að líta hann, þó ekki væri nema eitt augnablik. Nú hef jeg sagt ykkur alt, sem mjer er í hug, kæru systur mínar, og nú bið jeg ykkur að segja mjer hrein- skilnislega, hvað ykkur sýnist«. Þá gall við ýngsta mærin, sem hjet Selí og hafði svo hvöss og skær augu eins og hindarkálfur eða úngur antílópi: »Við töku.m allar svanahamina okkar og fljúgum strax vestur á Atlbú-vatn; við getum þá baðað okkur um

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.