Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 17

Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 17
13 látur, það var auðsjeð, en það var líka yfir honum eins og einhver æðis-óró, eins og hugur hans berðist milli vonar og ótta. Hann þaut kríngum allan bæinn, þefaði upp hestasporin og fiaug af stað og jeg man fyrir vist að hann náði Ólafi einum tvisvar sinnum inn í Fljótsdal, sem er innsti bærinn, eða þá allar götur inn í fljótsaurum. Undarlegast var þó og nærri því óskiljan- legast, hvernig það beit oft á Kjamma að Ólafur myndi ætla að heiman og ljet hann ekki lokka sig neinsstaðar inn í hús. Einkum var hann ákaflega kirkjukær, og þær terðir lagðist hann aldrei undir liöfuð á hverjum tíma árs sem var og hverju sem viðraði, og þær ferðir var eins og hann vissi allar fyrirfram. Svona hafði nú þetta gengið í 13 eða 14 ár frá því Ólafur frændi minn fjekk hvolpinn, en það hafði orðið með þeim hætti að hann varð eptir af manni, sem var á ferð með hann nálægt ársgamlan. Hann kom þá heim að bætium svángur og villtur og var þá gefinn matarbiti og leyft að vera kyrrum. Ólafur hafði þá einkum hænt að sjer hvolpinn og hvoipurinn tekið tryggð við hann; og seinna nokkru, þegar Ólaíur fjekk að vita, hver eigand- inn var, samdist svo með þeim að rakkinn yrði kyrr. Hann varnærri þvt al- livítur, nema váugarnir báðir voru svartir og mjó biesa á milli. Árið 1872, eða þar um bil, geysaði afarskætt liundafár þar um sveit- ir, og mátti segja að það stráfeldi lnindana. I okkar bæ drapst annar hund- urinn, en ekki man jeg hvort nokkur lifði af í hinum bænura. En hvort svo var, að Kjammi hafði lifað hundafár áður eða að sýkin beit ckki áhánn, veit jeg ekki, en nokkuð var það að hann sakaði ekki í þetta sinn, hvað sem á gekk, og var við beztu heilsu. Það haust og vetur höfðu þeir mikið aðstarfa, Ólafur og Kjammi, því hann fylgdi þá valla orðið nema Ólafi og var orðinn mjög farinn, en ekki öðrum á að skipa. Ólafur var vanur að fara í ver á vetrum til Vestmanneyja, 6—7 vikna tíma á útmánuðum og eins var í þetta sinn. Jeg var þá um fermíngu og áttum við nú að hjáipast að því, jeg og vinnukonurnar, að hirða um fjeð meðan hann væri burtu. Nú getá allir skil- ið að ekki var gaman að lifa fyrir okkur, ef eitthvað þurfti á hundi að halda. Þar var aumingja Kjammi einsamall örvasa og nokkuð kulvis. Hann lá þá laungum inni við vefstað, á reiðing og moðrusli, og gilti einu hvernig við klöppuðum honum og kjössuðum hann, það var eingin leið að fá hann með okkur. Hann var þá líka orðinn mæðinn, æði sjóndapur, og heyrnin allt ann- að en góð. Það var þá lán okkar að því nær var haglaust allan tímann, svo ekki var annað en gefa fjenu og láta það svo eiga sig. Það var þó einndag, að veður var frostlitið og góð sólbráð, svo að viða sá í jörð um brúnirnar og vissum við þá að fjeð hefði dreift sjer; en þegar kom fram yfir miðjan dag fór veður að þykkna og frostið að lierða og var auðsjeð að bylur myndi á detta. Við brugðum nú viö í snatri og bjuggumst til að ná saman fjenu, og vissum nú hver vandræði það myndu verða, þar sem við vorum hundlaus.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.