Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 15
11
sú rödd alt af verið svo veik og hikandi, en á þessari stundu var hún svö
yndislega skær. En þetta gat ekki verið rödd frá hans eigin brjósti, því
hann heyrði hana aftur, hvað eítir annað og einlægt sætari og sætari, skær-
ari og skærari, og það var eins og hún hljómaði frá þúsundum túngna alt í
kríng um hann. Svo tók hann höndurnar frá andlitinu og ieit upp; þá var
eins og kominn væri bjartur vormorgun alt í kríngum hann; og þetta gat
einginn jarðnesk birta verið, það var himneskur morgunljómi; og sjónin varð
einhvern veginn svo skörp, því hann sá alla bústaði guðanna og guðina sjálfa.
Hann sá svo glögt hvar Parvatí, móðir Sónaide, lyíti sjer upp bak við hæð-
ina fyrir framan hann og hjelt upp sóUnni á lófa sínum og ljet hana senda
geislana yfir hæðarbrúnina og niður yfir vatnið, sem hann stóð við. Og þar
kom Sónaide sjálf íneð öllum sex systrum sinum, eins og þær liðu á móti
honum á geislunum og allar fjaðrirnar í vængjum þeirra væri úr gulli; svo
settust þær niður á vatnið og liðu beint yfir til hans og upp að landinu. Þá
sá hann í sama bili, hvar þær horfðu á hann allar meyjarnar og Sónaide í
miðið, en svanirnir vögguðu sjer við klappirnar með nefin undir vængjunum.
Þá ætlaði Sjatar konúngur að flýja, þvi honum fanst sem hann hefði ein-
hvern tima dreymt þetta áður, og þá hefði alt horfið og látið hann einan eft-
ir. En þá sagði Sónaide: »Nú mátt þú koma með okkur, vinur minn, því nú
átt þú líka svanaham, og nú þurfum við aldrei að skilja oftar.« »Jeg á aung-
an ham«, svaraði Sjatar konúngur, »minn hamur er í gullskríninu og hefur
und á brjóstinu við hjartað«. En þá hóf Sónaide gullskrinið upp úr vatninu,
lauk því upp og tók þar út svanahaminn, lyfti upp vinstra vængnum og
sagði: »Hje^ er eingin und, elsku vinur minn, tárin þín hafa grætt hana fyrir
laungu«. Þá fanst Sjatar konúngi sem hann yrði snortinn af einhverri óum-
ræðilegri sælu, þegar hann heyrði þetta og leit á brjóstið á svaninum og sá
að þar var alt hvítt og sljett og eingin blóðrák og eingin fjöður úr lagi færð.
Hann lagði þar þá hönd sína á og fann að lijartað bærðist þar aptur í brjóst-
inu. Þá rjetti Sónaide út arma sina á móti lionum, og hann leit á brjóstið,
og sá að undin var horíin þar líka, ekki einu sinni örið sást þar eftir. Og
Sjatar konúngur hneig Ijett i faðm Sónaide, og þegar sólin var kornin upp
fyrir hæðina flúgu átta svanir austur yfir vatnið, þángað sem sólin var, og
Parvatí móðir Sónaide og bústaðir allra guðanna.
Þetta er saga Sjatars konúng og Sónaide drottíngar, eins og hvert
barn sagði öðru hana á Indíalandi.
2