Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 16
Kjammi
Kjammi hafði verið gæða rakki, viljugur og einkar vinfastur. Hann
var alltaf sigeltandi, hvort sem var við hross eða fje, og á ýngri árum sín-
um hafði hann farið hvert sem hann var sendur. Þegar jeg man fyrst eptir
Kjamma, var þó fremur litið orðið eftir af öllum þessum góðu kostum. Hann
var að sönnu enn þá kjörgripur við túnvörnina á vorin, einkum við lamb-
ærnar, því hvorki beit hann nje elti, heldur lallaði á eptir þeim í hægðum
sínum og gelti við hælana með sömu alvöru, elju og ákafa eins oghannhafði
gert hin síðustu 12 éða 13 ár. Hann gengdi þó enn æfinlega, hver sem kall-
aði, og fór með okkur únglíngunum út um tún, og upp um brekkur, en aldrei
leingra en við sjálf, því þá var enginn kostur orðið að senda hann frá sjer, og
aldrei fór hann eitt fet út af bænum með okkur.
Einn maður var þó á heimilinu, sem ótrúlega lítið hafði af ellistirð-
leik Kjamma að segja, og sá maður var Olafur föðurbróðir minn, sem nú er
bóndi í Heiðarendakoti. Ilann hafði að mörgu leiti aðal umsjón með heirnil-
inu og einkum lá fjárhirðingin að mestu á hans herðum. Aldrei hefur neinn
rakki veriö húsbónda sínum trúrri og fylgispakari en Kjammi var Olafi. Það
mátti svo að orði kveða sem rakkinn fyigdi honum hvert spor. Hann fór
með honum til fjárins heima í hvert sinn, og smalaði Þórsmörk með honum
vor og haust og synti þá ýmist yfir Markarfijót eða sat á hestinum fyrir aft-
an hann. Hann fór aldrei svo frá bænum að Kjammi væri ekki með. Jeg
man það að Kjammi var nokkrum sinnum lokaður inni á síðustu árum sín-
um, þegar Ólaf'ur fór til fjalls, og er mjer það minnisstætt, hve illa rakkinn
bar sig þá. Ólafur vildi þá hlifa rakkanum gömlum og lúnum við svostraung-
um ferðum, en rakkinn gelti, ýlfraði og hljóðaði eða beinlinis veinaði og klór-
aði í hurðina hvíldarlaust. Við reyndum að harka af okkur, sem heima vor-
um, og urðum að hlýða á þetta, þó við sáraumkuðum hundinn. Loks kom sá
tirpi, sem Ólafur hafði sagt að við mættum sleppa Kjamma út. Þá var merki-
legt að sjá augu og svip hundsins. Hann var óumræðilega glaður og þakk-