Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 11
7
hann vera búinn að fá krafta tit að byrja nýtt líf og var búinn að leggja
niður í liuga sínum, hvernig hann ætlaði að bæta henni það alt að fullu, sem
hann hafði brotið við hana, og þráði að eins að húu kæmi, svo að hann gæti
faðmað hana að sjer og beðið hana að fyrirgefa sjer alt.
En nóttin leið og sólin var komin upp fyrir góðri stund, þegar hann
sjer loksins hvar Sónaide kernur í svanaham sínum og stefnir á opinn glugg-
an, en flaug nú svo undarlega lágt og bar svo seint vængina. Hann beið
fyrir innan gluggann með opnum örmum og ætlaði að taka á móti henni, en
rjett sem hún skrapp inn úr glugganum, fjell hamurinn niður fyrir fætur
honurn eins og dauður og Sónaide hnje magnlaus í faðra hans og var föl og
máttlítii. Hann bar hana til sængur sinnar, og lagði hana þar hægt niður.
Þá opnaði liún augu sín, rjetti móti lionum báða armana og sagði með svo
veikri rödd að vaiia varð heyrt: »Þjer er fjunrgefið, elsku vinur minn, en
jeg get ekki lifað hjá þjer leingur, því einn af veiðimönnum þínum, sem þú
hefur gefið veiðirjett hjá Atibú-vatni, særði mig ör í brjóstið, sem liefur gert
mjer svo sárar kvalir og tæmt svo hjartablóð mitt, að jeg finn að dauðirm
er kominn. Vertu sæll, hjartans vinur, og reyndu að gera alt sem þjer er
unnt til þess að við fáum að flnnast aftur«. Hann kysti konu sína grátandi
og vildi faðma hana að sjer og svara henni einhverju, en þá leið ljett and-
varp upp frá brjósti hennar og hún var önduð.
Þetta ait gat Sjatar ekki af borið; hann fann mátt sinn þverra og
hnje í ómegin ofan að brjósti konu sinnar dáinnar. Iíve lengi hann lá í þessu
ástandi, vissi hann ekki sjálfur, en þegar hánn raknaði við, lá hann sjálfur í
sænginni, en iik konu hans var horflð, því Parvatí gyðja hafði sjálf sótt lík
Sónaide dóttur sinnar til að samteingja það aftur anda hennar hjá sjer á
himni. Það skildi og Sjatar konúngur strax, að líks konu hans þurfti ekki
að leita, og einskis annars goðborins mans. En svanahamurinn lá þar á gólf-
inu og sáust nokkrar fjaðrir úr lagi færðar undir vængnum og storkin blóð-
rák eptir brjóstinu. Að öðru leyti var hann hinn sami og þegar Sjatar kon-
ungur tók hann við Atíbú-vatn forðum, að eins bærðist hjartað nú ekki í brjóst-
inu. Sjatar konúngur titraði af sorg og tilfinníngum, þegar hann leit á hjarta-
sárið, en hann grjet ekki meir. Það var eins og uppsprettan væri þornuð,
þaðan sem tárin koma. Iiann tók haminn, smurði liann sjálfur verndarsmyrl-
urn og Ijet gera honum gullskrín, sem hann ijet standa í svefnherbergi sínu
hjá sæng sinni.
Sjatar konungur sat að ríki sínu sem áður, og þó engin stórtíðindi
gerðist þar, þá var þó ekki alveg tíðindalaust fyrir því. Hann fór ekki marg-
ar veiðiferðir eptir þetta, en hann íór þeim mun oftar um riki sitt til að gæta
laga og rjettvísi og líta eftir störfum þjóna sinna, sem hann setti þegnurn
sínum til verndar. Hann fór um landið þegar að uppskerunni kom og leit
sjálfur eftir því, að sá skattur gyldist refjalaust, sem hann liafði sett til upp-