Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 9

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 9
6 þess viss, að þii sjert eingin önnur en Sónaide hin fagra. En viljir þú heíta mjer því við nafn gyðjunnar Parvatí móður þinnar að flnna míg hjer á tnorg- un, þá skal jeg fá þjer haminn þegarístað; ella bíðuro við Hatús hjer ba?ði sam- an«. »Þá kýs jeg heldur að lieita þjer því að koma á morgun, þó það kunni að vera á móti vilja fóstra míns, en ekki má jeg lofa neinu um ástir við þig, hvað sem vilja sjálfrar mín kann að líða, því það má jeg ekki gera nema með samþykki fóstra míns«. »Jeg vona að hamingjan verði með okkur, elskulega Sonaide«, sagði Sjatar konúngur, »og tak við svanaham þínum; liíðu sæl á meðan og mundu að jeg þrái þig«. Ilann rjetti þá haminn að -henni og var hún þegar horfln undir eins og hún snart hann, en svanurinn syi ii frá landinu út á vatnið, leit þar snöggvast við til konúngs og hneigði höfuðið vingjarnlega. Hinir svanirnir höíðu beðið þar úti á vatninu eftir henni, og tók nú allur hópurinn sig upp og flaug austur á hæðirnar, og var brátt horfinn augum Sjatars kon- úngs. Sjatar konungi varð löng biðin til næsta dags, og þegar fór að líða að hádegi, var ekki laust við, að hann væri farinn að verða nokkuð óró- legur, en þá reið þar að tjöldunum flokkur manna á ösnum og hestura og var þar þá komin Sónaide með nokkrum af meyjum sínum og fjölda presta. Konúngur tók þeirn öllum tveim höndum scm nærri má geta, og hvort sem um það var talað lengur eða skemur, þá varð það úr, að prestarnir föstnuðu Sjatar konúngi Sónaide fyrir hönd Davúta fóstra hennar og þó ekki með fús- um vilja hans. Það var ákveðið, að brúðkaup skyldi haldið í höll konungs að mánaðarfresti, og fór það fram á tilteknum tíma. Brúðurin kom með fríðu föruneyti til brúðkaups síns og gerði fóstri hennar hana ríkulega úr garði sem konungsdóttur sæmdi, en ekki vildi hann sjálfur þar nærri koma. Þetta er sagan af þvi, hvernig Sjatar konúngur fjekk Sónaide hina fögru, og svona sagði hvert barn hana öðru um Indíaland. II. Sorgin. Nú eru liðin sjö ár síðan glaðir gestir sátu brúðkaup Sjatars konungs og Sónaide drottníngar og horfðu fagnandi á sælu þeirra og voru heillaðir af ástum þeirra og yndisleik. Nú grúfir koldimm haustnótt yfir höll Sjatars kon- ungs og yfir honum sjálfum, þar sem lmnn hefur kropið á knje fyrir framan sæng konu sinnar með höndurnar fyrir andliti sjer, og laugar sængina tárum sínum. Þvi Sónaide er ekki í sænginni. Hún er horfin burt, og því liggur Sjatar konungur þar nú andvarpandi tii guðanna og sárbænir þá um að mega sjá konu sina aftur. Og það var sárast af öllu í þessum liarmi, að hann var

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.