Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 56

Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 56
48 er verið að gjöra, munið eptir að gefa hestunum ykkar nóg tækifæri til að drekka. Dýravinir, þið þyrftuð, til að vekja athuga almennings, að láta reisa upp staur eða stólpa á nokkrum stöðum við veginn, og skrifa þar á með feitu letri: Brynnið hestunum. Maður, legðu vel d hestimi þinn. Vilt þú að fötin þín fari illa á þjer eða að þau meiði þig? Legðu líka vel við hestinn þinn. Láttu ekki keðju eða járnmjel særa. Þykir þjer gott að hafa sár í munninum eða á tungunni? Láttu ekki höfuðleðrið vera of stutt. Ætli þjer þætti gott að láta pína þröngu höfuðfati á höfuð þjer eða að láta rffa út í munnvikin á þjer? Járnaðu hestinn þinn vel. Vilt þú ganga berfættur á grjóti? Láttu ekki skeifuna vera of litla, og ekki heldur of stóra. Vilt þú að skórinn kreppi að þjer? Eða þykir þjer viðkunnanlegt, að skórinn eða stigvjelið standi langt fram af fætinum. Mundu þetta og margt fleira viðvíkjandi meðferð á skynlausu skepn- unum. »Þangað vill klárinn, sem hann er kvaldastur«, segir máltækið, en ekki er þetta alveg satt. Þurfir þú á kjarhgóðum og vegvísum hesti að halda, sem skili þjer heim í hríðum og snjóum og myrkri á vetrum, þá skal jeg ekki ráðleggja þjer að láta hann hafa vont fóður heima. Nei, þú átt að láta hann vita af góðri tuggu f stallinum heimafyrir, svo hann viti, að hann hefur þar að góðum lieimi að hverfa. Þú kemur á bæina; þú fær þar samkvæmt lögmáli íslenzkrar gestrisni ágæta tuggu, sílgræna smátöðu úr fjóshlöðunni, eða úr miðju stáli í lambatóptinni. Þetta smakkar hestinum þínum vel. Svona vist llkar honum. Viti hann nú, að heima f stallinum hans bíður hans ekki annað en fúlar rekjur, hvaða hvöt er þá fyrir hann að flýta sjer heim? Hesturinn hefur ofur vel vit á þessu. Það má þannig að nokkru leyti með meðferðinni skapa heimfýsi í hesta. Mundu lika, vinur, þegar þú kemur heim á vetrum af reið, að bjóða klárnum þínum vatn. Plann er þá opt afar-þyrstur og hefnr ekki lyst á að jeta nema hann fái það. Jóh. Þorsteinsson.

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.