Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 56

Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 56
48 er verið að gjöra, munið eptir að gefa hestunum ykkar nóg tækifæri til að drekka. Dýravinir, þið þyrftuð, til að vekja athuga almennings, að láta reisa upp staur eða stólpa á nokkrum stöðum við veginn, og skrifa þar á með feitu letri: Brynnið hestunum. Maður, legðu vel d hestimi þinn. Vilt þú að fötin þín fari illa á þjer eða að þau meiði þig? Legðu líka vel við hestinn þinn. Láttu ekki keðju eða járnmjel særa. Þykir þjer gott að hafa sár í munninum eða á tungunni? Láttu ekki höfuðleðrið vera of stutt. Ætli þjer þætti gott að láta pína þröngu höfuðfati á höfuð þjer eða að láta rffa út í munnvikin á þjer? Járnaðu hestinn þinn vel. Vilt þú ganga berfættur á grjóti? Láttu ekki skeifuna vera of litla, og ekki heldur of stóra. Vilt þú að skórinn kreppi að þjer? Eða þykir þjer viðkunnanlegt, að skórinn eða stigvjelið standi langt fram af fætinum. Mundu þetta og margt fleira viðvíkjandi meðferð á skynlausu skepn- unum. »Þangað vill klárinn, sem hann er kvaldastur«, segir máltækið, en ekki er þetta alveg satt. Þurfir þú á kjarhgóðum og vegvísum hesti að halda, sem skili þjer heim í hríðum og snjóum og myrkri á vetrum, þá skal jeg ekki ráðleggja þjer að láta hann hafa vont fóður heima. Nei, þú átt að láta hann vita af góðri tuggu f stallinum heimafyrir, svo hann viti, að hann hefur þar að góðum lieimi að hverfa. Þú kemur á bæina; þú fær þar samkvæmt lögmáli íslenzkrar gestrisni ágæta tuggu, sílgræna smátöðu úr fjóshlöðunni, eða úr miðju stáli í lambatóptinni. Þetta smakkar hestinum þínum vel. Svona vist llkar honum. Viti hann nú, að heima f stallinum hans bíður hans ekki annað en fúlar rekjur, hvaða hvöt er þá fyrir hann að flýta sjer heim? Hesturinn hefur ofur vel vit á þessu. Það má þannig að nokkru leyti með meðferðinni skapa heimfýsi í hesta. Mundu lika, vinur, þegar þú kemur heim á vetrum af reið, að bjóða klárnum þínum vatn. Plann er þá opt afar-þyrstur og hefnr ekki lyst á að jeta nema hann fái það. Jóh. Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.