Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 30
24
minmsgóðir sumir hestar væri. Hann var einhverju sinni á ferð um Bakka-
bæina í Rángárvallasýslu og varð þar samferða manni ofan úr Biskupstúng-
um. Túngnamaðurinn reið gömlum hesti rauðum, fallegum klár, og svo sem
í meðallagi að vexti. Þeir hjeldu nú saman sem leið lá þángað til þeirstöldr-
uðu við á einum bænum, sem mig minnir væri í Bakkakoti. Þeim var boð-
ið þar inn og ljetu þeir hestana gánga þar lausa á meðan úti. Þeir voru þar
inni dálitla stund, en þegar þeir komu út og ætluðu að stíga á bak, sást sá
rauði livergi. Þeim þótti þetta skrítið, og skimuðu á veginn austur og vest-
ur, en Rauður var hvergi í nánd. Þar stóð hesthús rjett við bæinn, og varð
einum þeirra litið þar inn, og sjer hann þá hvar Rauður stendur við stallinn
með öllu reiðveri eins og hann ætti þar heima og þetta væri vetur en ekki
vor. Dyrnar voru til allrar harningju svo háar að reiðverið hafði ekki sakað.
Rauður var nú teytndur út, og kom það þá upp úr kafinu að hann hefðistað-
ið við sarna stallinn þegar hann var tryppi, en verið seldur þaðan afbænum
þegar hann var um tamníngu. Siðan voru nú liðin 16 eða 17 ár og furðaði
alla á því að hann skyldi muna eftir þessu eftir allan þennan tíma, því þeim
bar saman um að liesturinn liefði aidrei kornið á þær stöðvar fyr en þá, sið-
an hann fór þaðan í fyrstu.
G. S.
Sorglegt athugaleysi.
(Þýtt úr þýzku).
Þýskur liðsforíngi einn hafði verið um tíma á mála í her Austurríkis-
manna til að afla sjer fjár og frægðar. Nú var hann aftur á heimleið og
kominn vestur á Þýskaland. Hann hafði frjett að móðir hans lá veik og var
þúngt haldin og liraðaði hann því förinni sem mest hann mátti. Maðurinn
var einhesta, og reiddi tösku sina fyr’r aftan sig, með peningum sínum í, og
því fjemætu, sem hann hafði meðferðis.
Rakki einn hafði hænst að herdeild þeirri sem maðurinn var foringi
fyrir og hafði fylgt þeim allan tímann meðan á stríðinu stóð, og er það al-
títt að liundar fylgi herdeildum bæði í friði og striði. Rakkinn hafði unnið
hvers manns hylli, en verið þó foríngjanum sjerstaklega fylgisamur, ogþegar
herdeildin var rofin og liðsmönnum gefið heimfararleyfi, þá leyfði foringinn
honum að fylgjast með sjer, og hafði seppi nú runnið með hesti hans alla
leið, og var hans eina samfylgd.
Það var einn dag, að forínginn hafði staldrað við einhvers staðar úti
á viðavangi til að hvíla hest sinn og fá sjcr nestisbita. Ilann lagði svo aftur
á hestinn og reið áfram leið sína. En nú brá undarlega við. Hundurinn hafði
altaf runnið glaður og þolinmóður við hlið hans alla leið þangað til, en nú