Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 32

Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 32
26 sem hann hafði skilið við svo 'hörmulega. Hundurinn hafði þá dregið sig með veikum burðum á leið til áfangastaðarins. Við það að líta attur saknar maðurinn peníngatösku sinnar, sem átti að vera fyrir aftan hann og ríður nú eftir hundinum sem hvatast, og þegar hann kom þangað sem hann hafði áð, var hundur hans þar fyrir, og hafði þá þetta vesalings trygga dýr lagt sig þar niður hjá tösku húsbónda síns til að deyja. Maðurinn þaut af baki og grúfði sig ofan að hundinum og sá nú hve sorglega hafði tiltekist. Rakkinn var þá alveg að dauða kominn og gat að eins látið tilfinningar sínar í ljósi með því að dingla rófunni litið eitt og líta á húsbónda sinn hinum tryggu augum sínum tárvotum að skilnaði, og var þegar dauður. Allir geta skilið, hve hershöfðingjanum var innan brjósts að horfa þarna á þennan trúa fjelaga sinn dauðan og blóðugan, sem hafði tekið eftir því að taskan lá eftir, og reynt- til að gera alt sem hann gat til að benda húsbónda sínum á missinn, en fengið svo þetta að launum. Ilann ljet svo grafa hundinn, og setti honum síðar legstein og á þessi orð: Jljer liggur hundurinn Tryggnr, sem Ijet lifið fyrir trúfesti sína. Þ. E.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.