Dýravinurinn - 01.01.1895, Síða 45

Dýravinurinn - 01.01.1895, Síða 45
39 og gátum við ekki komizt hjá að liöggva sundur fæturna á sumum«. Maður þessi var í rauninni ekki illa innrættur, en samt talaði hann um þetta sem það væri í alla staði eðlilegt og ætti svo að vera. Margra ára vani var bú- inn að svæfa hjá honum tilflnninguna fyrir því, hvað á skepnurnar væri lagt. Börnum og unglingum til gamans og máske til gagns ætla jeg nú að segja nokkrar smásögur, sem sýna vit og tilflnningar hjá skepnum þeim, sem vjer tíðast höfum með höndum. Þegar jeg var á Vogsósum, átti jeg hund danskán að kyni, setn jeg kallaði »Hektor». Hann var mórauð- ur að lit, hrokkinhærður og ákafiega stór vexti. Hann hefi jeg vitað vitrast- an, fylgispakastan og tryggastan allra hunda, sem jeg hefi þekkt. Áugun í honum voru mjög lítil, en snör og ljómandi falleg, og breyttust mjög eptir því, hvað honum bjó i skapi. Hann fylgdi mjer hvað sem jeg fór og taldi sjer jafnan sjálíboðið inn hvar sem jeg kom; tjáði lítt að vísa honum á dyr, því hann var eins og Hallgerður Langbrók, að hann vildi engin liornreka vera. En einn ókost hafði hann; hann áleit ailan mat, sem hann komst að, lögmætt herfang sitt og spurði alls ekki um eiganda. Þegar hann kom á bæi, þá bókstaíiega lmsvitjaði hann; hann iauk upp öskunum og hirti leyf- arnar; af rúmstokkunum teygði hann sig upp á hyllur og tíndi þaðan sköku- helminga, kjötbita og tólgarmola. Allt ætilegt hvarf í sömu hítina eins og hjá Bragða-Mágusi. I verbúðum fór hann í skrinur sjómanna, gáði að, hvern- ig þcir væru gjörðir út, og smakkaði á, hvernig kæfan og kjötið væri verk- að, hvort brauðin og kökurnar væru vel bakaðar o. s. l'rv. En góðir dreng- ir áttu í hlut, sem ekki tilreiltnuðu slíkar smásyndir. En liann gjörði sjer mannamun, því á þeim bæjum, sem honum var gjört gott á, stal hanii aldrei. Ef hann þóttist soltinn heima, þá fór hann ætíð niður í Selvog, heim að sama bænum, rakleiðis inn í baðstofu, lagði hausinn í kjöltuna á húsmóðurinni og mændi í'raman í hana. Hún skildi, hvað hann fór, og gaf honum jafnan fylli sína. Þegar hann hafði lokið máltið, dinglaði hann framan í hana rófunni til þess að þakka fyrir sig og fór svo beina leið heim aptur. Um tíma var á lreimili mínu unglingspiltur, sem hafði átt við bág kjör að búa í barnæskunni og hafði því ólireint höfuð. Hektor hafði tekið eptir þvi, að hann tók sjald- an ofan og var sárt um liúfuna, að ekki væri við henni liaggað. Af glettum tók hann þá upp á þvi, að laumast aptan að drengnum, set]a framlappirnar upp á herðarnar á honum og rifa af honum húfuna. Hljóp hann þá ætíð með hana spölkorn frá honutn og ljet hann berhöfðaðan elta sig til og frá um túnið; komst jeg iðulega i að »forlíka« þá og Játa Hektor skila aptur húf- unni. Þegar jeg skipaði honum alvarlega, þá kom hann með húfuna að fót- um drengsins og var þá sney.ptur á svipinn; er jeg svo var horfinn, var hann óðar búinn að ræna húfunni aptur, ef hann sá sjer lag. Aldrei snerti hann við liöfuðfati á neinum öðrum. Aldrei var jeg á ferð í svo myrkum byl, harð- viðri eða náttmyrkri, að hann ekki jafnan færi á undan og væri viss með að

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.