Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 8
4
landi sjö meyjahöfuð borin áfram af fjórtán ljós-brúnum örmum, en hárið flaut
á eftir þeim lángt og fagurt. Sjatar starði f'orviða á þessa sjón, og þótti
armarnir og vángarnir ærið friðir, og sú þó lángfegurst, sem í miðið var.
Og rjett í þessu heyrði hann hana segja: »Við syndum rjett snöggvast þarna
fram fyrir nesið i sólskinið, en tefjum ekki leingi, þvf nú getur Sjatar kon-
úngur farið að vakna og halda af stað«. Þetta sagði sú sem i rniðið var og
samþyktu hinar því. Þær syntu svo fram fyrir nesið i hvarf, en Sjatar kon-
úngur lá sem steini lostinn og vissi ekki hvort hann vekti eða dreymdi, en
fann að hann vildi alt til vinna, að geta talað við þessa yndisfögru mey, sem
í miðið var, jafnvel þó það ætti að kosta hans líf, því svo mikið vald
hafði hún feingið yflr huga hans, að hann fann að sjer væri ómögulegt að
lifa eftir, þegar þessir svanir syntu burt aftur. Hann var leingi i vafa um,
hvað hann ætti að gera, en rjeði loks af að fara og ná á vald sitt þeim
svanshamnum, sem í miðið var, og fá á þann hátt að mæla við meyna, hvort
sem hún væri gyðja, andi eða álfur. Hann læddist svo hægt sem hann gat
þángað sem svanirnir lágu og vögguðust við landið, eins og þeir væri sofandi.
Svo tók hann upp þann sem varímiðið mjúkt og varlega, og var þá fuglinn
magnlaus, eins og hann væri dauður, en þó tann konúngur að hjartað bærð-
ist i brjóstinu fast og reglulega, og að hann dró andann eins og hann svæfl.
Konúngur ætlaði nú að læðast burtu með svaninn í fángi sínu, en í
sömu svipan komu öll meyjahöfuðin fram fyrir nesið, og nam hann þar þá
staðar skamt frá á vatnsbarminum. Þær stöðvuðu skriðið, þegar þær sáu
manninn, en eftir litla ráðagerð hjeldu þær allar að landi. Hinar sex, sem
hamina áttu við landið, syntu að þeim, og er þær snertu við þeim fíngrinum
urðu þær strax að svönurn allar saman, og rendu þegar út á vatnið. Sú sem
var í nriðið nam staðar skamt frá bakkanum og mændi til konúngs, sem stóð
þar skamt uppi með svaninn i faðminum, og sýndist konúngi mærin enn þá
fegurri en áður, þar sem hún huldi sig með hári sínu og mændi á hann tár-
voturn augunum. Þá heyrði hann hana mæla þetta: »Jeg veit að þú ert
Sjatar konúngur, og í nafni tignar þinnar og rjettlætis bið jeg þig að láta
lausan svanaham minn, sem þú hefur rænt frá mjer, meðan jeg og systur
mínar vorum að baða okkur Lif þitt liggur við konúngur, að þú tefjir ekki
leingi, því þegar sól er í landssuðri vaknar Davúta fóstri minn, og þá segir
andinn Hatú honum hvar jeg er, og er þá á sömu stundu lokið þfnu lífi«.
Þá svaraði Sjatar konúngur og færði sig lítið eitt nær: »Fvrirgefðu mjer
yndisfagra mær, að jeg tók svanaham þinn, og jeg játa það með hreinskilni,
að jeg gerði það af því einu, að mjer fanst jeg ekki geta lifað eftir, þegar
jeg sæi þig f'ara burt; og ekki get jeg þjer haminn aftur fyrir þá sök, að jeg
óttist dauða minn, því það væri mjer meira en nóg laun, að mega horfa á
þig og tala við þig til þess sól er í lándssuðri, og skal jeg gefa andanum
Hatú líf mitt með gleði fyrir þá unun nær sem hann kref'st, því jeg þykist