Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 19

Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 19
Eggja rán. Ef þú rœnir fngla eggjum, þá sláldu altaf eftir eitt egg, að minsta l'osti, í hreiðrinu. Flestir munu hafa sjeð það einu sinni eða oftar á æfi sinni, hve aumlega sumir fuglar bera sig, þegar þeir óttast fyrir að hreiður sín verði rænd. Það er alveg víst, að allir fuglar finna mjög til þess, þegar þeir eru sviftir eggjum og margir ákaflega sárt. Krían, kjóinn, skúmurinn og veiði- bjallan berja hverja skepnu, sem nálgast hreiðrið, með vængjunum, þángað til þau eru orðin þreytt, og velta sjer um jörðina og baða vængjunum af sárs- auka og harmi. Jeg man eftir því, þegar við vorum að ræna þessa fugla á vorin, hve hörmulega þeir börmuðu sjer, og jeg man eftir að jeg hló að því, þegar þeir voru að berja mig eða hundinn. En jeg hef sjeð það síðan, að þetta var einginn gamanleikur, þó jeg hlægi að því þá. Þeir sem orðið hafa fyrir því, að missa börn sín, vita til hvers móðir og faðir íinna, þegar slíkt ber að, og ætla jeg ekki að lýsa því. Hinum, sem ekki hafa reynt það, vil jeg óska þess eins, að þeir reyni það aldrei. Að vísu mun vera hjer nokkur munur manna og dýra, eins og í ýmsu öðru, en munurinn mun þó einkum vera sá, að sorg dýranna er skammvinnari en mannsins, en menn liafa ráðið af ýmsum líkindum, að söknuður dýranna sje aungu ósárari í fyrstu og vari auk þess ótrúlega leingi. Jeg hcf gert dálitlar tilraunir i þessu efni sjálfur, og mjer hefur tekist nokkurn veginn að fá að vita það sem jeg vildi: Hversu sár sölcnuður fugl- anna er, þegar þeir eru rœntir eggjunum, og Ime leingi sá söTcnuður varir, og jeg hef komist að þeirri niðurstöðu : a ð Jc o m a s t m á hj á aðpínafugl- an a , öllum hjer um b il a ð sJcaðlausu. Jeg hef haft um nokkur ár talsvert af kanarifuglum, þrjá og fjóra og stundum íieiri. Jeg hef haft þá að mestu aðgreinda, hvern í sínu búri. En

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.