Dýravinurinn - 01.01.1895, Blaðsíða 26
20
að valkokka þar ura þúfurnar sem jeg hafði sjeð hana áður. Nú hljóp jeg’
sem fætur toguðu þángað sera krummi var og rak hann á flótta heira á tún-
garð, en þar skamt frá mjer í þúfunum lá þessi kindaraumíngi eins og um
morguninn, en lá nú alveg hreyfíngarlaus, og þegar jeg kom að henni, gat
jeg ekki að mjer gert að fara að gráta, því hrafninn var þá búinn að jeta
úr aumíngja skepnunni annað augað, og hún leit svo sáraumkunarlega á mig
með heila auganu, að mjer fanst rajer ætla að verða ilt. Jeg reisti hana við
og kom henni á fæturna, en ekkert spor gekk hún og átti víst sárbágt með
að standa uppi. Jeg strauk svo blóðið og vilsuna af vánganum, strauk
henni og klappaði og flýtti mjer svo heim að bænum til að segja fólkinu frá
henni og láta bera hana heim. Jeg sá þar bóndann í heygarðinum, þurkaði
af mjer tárin með svuntunni og gekk til hans, og sagði honum í fáum orðum
hvað mjer lá á hjarta. Hann leit snöggvast á mig, og sagði svo stutt og
þurlega að það væri ekki sín kind og sjer kæmi það ekki við, »en ef hún
móðir þín vill taka horrollurnar hans N, N. á sín hey, þá meinar víst eing-
inn henni það«. Svo þeytti hann torfunni, sem hann lijelt á, í búnkann, eins
og hann væri reiður, og fór að tina saman aðrar torfur. Jeg sá að hann
vildi ekkert hafa meira með mig að sýsla og skammaðist min, og sáriðraðist
eftir að hafa farið upp í garðinn, og snautaði burt sem fljótast. Jeg ætlaði
fyrst að fara til eigandans, því það var ekki svo iángt, og segja honum alt
saman, en þá datt mjer í hug hrafninn og sá að jeg átti skemmra heim til
móður minnar, og jeg vissi að hún myndi gera eitthvað við kindina. En svo
leit jeg til baka, og sá að ærin var dottin aftur og flýtti mjer til hennar.
Hún lá þar þá eins og fyr og krummi hoppaði í kring. Jeg reisti hana enn,
en hún gat þá ekki staðið og valt um f sömu sporum. Nú stóð jeg þarna
ráðalaus og hágrátandi og vissi ekki, hvað jeg átti að gera, svo að hrafninn
æti ekki hitt augað. Lokst datt mjer í bug hettuklútur minn og honum batt
jeg svo laust um höfuðið á kindinni sem jeg þorði fyrir hrafninum og til þess
að kindin gæti sjeð fram undan sjer fyrir klútnum. Að þvi búnu hljóp jeg
heim og sagði móður minni alt saman og að jeg hefði farið upp í garðinn til
hans J., og sagði hún að jeg þyrfti ekkert að skammast mín fyrir það, og
klappaði á kinnina á mjer, og þurkaði af mjer tárin. Svo 1 jet hún vinnu-
konuna og elsta bróður minn, sem var um fermíngu, fara af stað og sagði
þeim að hjálpast að að reka kindina heim til eigandans, því við áttum aung-
an hest heima, og sagði að best væri að hann brygði á barkann á henni
strax, fyrst svona væri komið. En þegar jeg fór að gráta af því, sagði hún
að það væri kindinni fyrir bestu. Það væri að eins að leingja henni kval-
irnar að hnosa lienni heim lifandi, því hún gæti ekki lifað livort sem var.
Vinnukonan og bróðir minn fóru svo og gerðu sem fyrir þau var lagt og
gekk það alt greiðlega; kindin var þá enn á lífl og eins og jeg hafði skilið
við hana, Þau brugðu svo á barkann á henni og færðu hana eiganda. En