Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 12

Dýravinurinn - 01.01.1895, Qupperneq 12
8 eldis fátækum mönnum. Hann gaf helming af öllum tekjum sínum til upp- eldis sjúkum mönnum og gerði það síðan margur að hans dæmi. En merki- legust af öllu voru þau lög, sem hann setti til verndar dýrunum. Hann bann- aði allar skemmtiveiðar á hverjum tíma árs sem var. Hann bannaði og að særa eða lífiáta nokkura móður, sem afkvæmið fylgdi, hvort sera það væri fugl með úngum, ær með lambi eða hind með kálfl, og eins að gera ungvið- inu nokkurn skaða meðan það fylgdi mæðrum sinum, og enn nú eitt bannaði hann: Hann lagði stránga hegningu við að nokkurri skepnu væri mein gert eða hún svift lifi frá því sól geingi undir og til þess sól risi upp, »þvi guðirn- ir hafa gefið nóttina öllum skepnum til friðar, sem á jörðinni lifa«. Þetta og margt annað fieira leiddi hann í lög í ríki sínu og Ijet ekki þar vio sitja, heldur setti hann líka trúa menn til að gæta þessara laga. A þennan hátt mátti segja, að Sjatar konúngur skapaði sjer nýtt ríki og nýja þjóð, og ekki síður mátti segja hitt, að þessi nýja þjóð hefði feingið nýjan konung. Hinn glaðværi og hóflausi skemtimaður var orðinn þögull og kyrlátur, þó hann væri ekki eldri en 25 ára. Hann talaði litið og var laung- um einn saman. Það heyrðu menn, að hann fór hverja nótt um óttuskeið inn í sængurherbergi Sónaide og var þar oft langa hríð. Einginn maður sá Sjatar konúng bposa, en jafnan var hann þýður og vingjarnlegur við hvern sem leitaði hans. Þetta er sagan af harmi Sjatars konúngs, eins og hvert barn sagði öðru hana á Indíalandi. III. Huggunin. Nú voru liðin sjö sinnum sjö ár frá sorgarnóttinni, þegar Sjatar kon- úngur hnje örmagna ofan að liki Sónaide konu sinnar, og Parvatí gyðja sótti hana niöur til jarðarinnar og bar hana í faðmi sínum upp til bústaða sinna, og gaf önd hennar aftur hinn fagra líkama sinn. Og allan þennan tíma hefði Sónaide mátt njóta sælu guðanna og lifa glöð í hinum fögru bústöðum móður sinnar. Henni fanst líka himininn undra fagur og gott þar að vera, þar vantaði að eins eitt, og það var Sjatar konúngur maöur hennar, því svo undarleg er ástin að hún spyr hvorki að launum nje verðleikum, hún að eins elskar. Þess vegna sat Sónaide úti alein á kvöldin og horfði niður i stjörnu- djúpið, og sá þegar skugginn var að færast yfir Indíaland og yfir borgina þar sem hún hafði felt fiest tárin. Ilún þurfti ekki að sofa, svo hún gat set- ið þar alla nóttina og sjeð þegar maður hennar gekk til hvílu, og eins þegar hann stóð upp úr sæng sinni og gekk inn í herbergi hennar með gullskrínið, tók þar upp svanahaminn, og faðinaði hann og kysti og kraup með þurrurn

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.