Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 39

Dýravinurinn - 01.01.1895, Side 39
33 hreinsaði ærnar, enn enginn var i baðstofunnj, neraa barnið og seppi. Þeg- ar konan kora inn aftr, var barnið vaknað, enn lá kyrt; enn seppi stóð með atturfætrna á gólfinu, enn með framlappirnar upp á rúrainu, dinglaði rófunni ofr vingjarnlega, lagði kollhúfr, og horfði ósköp hjartaulega á barnungann í rútninu; þegar konan kom inn, fann hann, að sín þurfti ekki lengr við, enn leit að eins upp á hana, og fór síðan inn undir borðið aítr, og lagðist út af. Hjón þessi eiga nú heitna á Akureyri, og hefir móðir konunnar sagt mér sögu þessa. Það er alkunnugt, að apar’hafa alt eftir, sera þeir sjá fyrir fyrir sér, og er nafn þeirra af því dregið; enn að þeir hafi það sér til nota, sem þeir hafa eftir öðrum, kann eg ekki að segja. Enn það eitt er víst, að það raætti fylla heilt hefti af Dýravininum raeð sögura um það, að dýrin nota reynslu, ef maðr hefði tíma og hentugleika til þess að tína það saman. Mörg villidýr kenna ungviðura sínum að lifa, eftir því sem þau vaxa upp. Enn það er miklu síðr að iu töradu dý.r gera það, af því að þau eru að miklu leyti orðin námsdýr mannanna, og ekki eins upp á sjálf sig komin. Engin dæmi veit eg þess, að hundar eða tikr hafi kent hvolpum slnum neitt við smölun; mennirnir verða að hafa fyrir því; enn ekki vil eg fortaka, að það geti ekki átt sér stað fyrir því. Aftr á móti kenna kettir ketlingum sínum ;ið veiða; kisa sækir bæði mýs og titlinga handa ketlingum sínum, og kennir þeira að drepa þá og jeta. Einn maðr hefir sagt mér að hann hafi horft á kisu koma inn með lifandi mús, og ætlaöi hún að geía ketlingnum sín- um hana; enn ketlingrinn hiifði ckkert vit á að hirða neift um mýslu; þegar kisa var búin að berjast við þetta um stund, reiddist hún, og beit í einum svip hausinn af músinni, sletti hramminum á strjúpann á músinni, og sló honum svo blóðugum framan á nasirnar á ketlingnum. Við þetta fékk ketl- ingrinn lystina, er hann fann bragðið að músarblóðinu, og át músina. Þetta er nú auðsjáanlega náttúruhvöt enn annað ekki; það er um- önnunin fyrir afkvæminu, sem lætr kisu og tíkina sitja lijá, á meðan ketl- ingrinn og hvolprinn eru að éta; enn þcgar þeir vaxa upp, og eru farnir að geta bjargað sér nokkuð sjálfir, sitr mellan ekki lengr hjá, heldr étr með; og þegar fram liða stundir, fer svo, að hver hefir það sem hann nær. Sama er alkunnugt um hæns. Og það er náttúruvitið, sem bendir dýrunum á að venja afkvæmið undan sér, þegar því er svo f'arið fram, að þvl er óhætt með að bjarga sér upp á eigiu spýtur. Eun það er aftr meira enn náttúruvitið, sem lætr dýr gera það, sem eg hefi áðr getið um; það er lærdómr af reynsluuni— ekki sinni eigin reynslu, heldr annara. Jónas Jónasson. 5

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.