Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 41

Dýravinurinn - 01.01.1895, Page 41
35 eina kind raeð sjer, og tók sjer tuggu úr heyi bænda, alla leiðina heim. Eitt haust brá hann venju og kom ekki heira, en þá var líka bezta haust, sem kom um hans daga. Gangnamorguninn lá hann með kindahóp á rjettar- grundinni. Öllum þót.ti það furðu gegna, hve órólegur Surtur var á haustin, þeg- ar fjelagar hans og fylgifiskar voru teknir úr rjettinni til skurðar. Engum manni duldist það sem við var staddur, að hann sá þá,hvað fram átti að fara. Þegar út var hleypt, stansaði hann á hól nálægt rjettinni og leit yfir hópinn. Það var líkt því að hann væri að kanna liðið og sjá hve margir væru fallnir. Svo má að orði kveða að Surtur bjargaði einu sinni bæði iífl eiganda sins og fje hans. Það atvikaðist á þessa leið : Faðir miun hafði fengið beitarland á bæ þeim sem Stóri-Grindill heit- ir, og stóð þar sjálfur yfir fje sínu öndverðan vetur. Eitt kvöld var hann á heimleíð með fjeð á svokölluðu Miklavatni og var skammt kominn á vatnið þegar blindbylur skall á hann. Surtur fór á undan, eins og vant var, en þegar minnst varði sýndist föður mínum lmnn taka ranga stefnu beint á veðr- ið, sem áður var á hlið. Faðir minn fór þá fyrir hann og vildi reka hann aðra leið, en þá var enginn kostur að þoka honura, sem þó alltaf var svo þægur. Faðir minn gat engu áorkað og varð að láta Surt ráða, enda vissi Surtur hvað hann fór, því þegar þeir loks komu af vatninu sá faðir minn að Surtur liafði tekið beina stefnu á það fjárhúsið, sem næst var. En það villti föður minn, að veðurstaðan hafði breyzt og er tvísýnt, að hann hefði náð til bæja, ef hann hefði ráðið sjálfur og raundi hann þá llklega hafa raisst allt fjeð í því ofsaveðri. Aldrei sá jeg betur, hver vitskepna Surtur var, enfyrsta haustið, sem faðir minn bjó á Illhugastöðum og hafði flutt sig frá Brúnastöð- um, næsta baj,. Sunnudaginn viku fyrir göngur, var jeg að tína ber upp á ási fyrir ofan bæina, og sá þá hvar Surtur kom af fjalli og þekkti jeg hann á því, að hann var einn á ferð. Hann stefndi beina leið í ærnar á Brúna- stöðum, þefaði af þeim og jarmar við og við, var það auðsjeð að hann þótt- •ist þekkja þar helzt til fátt. Gekk hann svo upp fyrir sunnan ásinn, en þeg- ar hann sá ekkert þar, fór hann upp á ásinn sjálfan og sá þaðan fjárbreið- una á Illhugastaðabólinu, og hjelt nú rakleiðis þangað, þó hann hefði sjaldan eða aldrei komið þar áður; þekkti hann þar kunnuga fjeð og settist þar að. Surtur var jafnan fremst i húsi, en bæri það við, að hann væri innsturikró, brást það aldrei að veður versnaði á eftir. Surtur fjekk að lifa meðan hann gat, en vaið seinast ekki lift vegna rýrðar, og var hann þá orðinn æfa- gamall. Jón Magnússon. ö"

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.