Heimir - 01.07.1910, Qupperneq 7

Heimir - 01.07.1910, Qupperneq 7
H E I M I R 247 sinni mætti hann rneiri inótspyrnu. Sá siöur haföi lengi veriö við lýöi, aö prestar prédikúöu hver fyrir annan viö og viö. Nú hættu hinir íhaldssömu að sýna þeim frjálslyndu þessa vinsemd Og kurteisi. Einn hinna stækustu afturhaldsmanna Jedidia Morse ritaöi bók um amerísku únítarana. Bar hann þeim á brýn ó- hreinskilni og reyndi aö sýna fram á, aö þeir heföu sömu skoö- anir og ensku únítararnir, sem þi voru orðnir viöskila viö ensku kyrkjuna. Þaö vildu hinir frjálslyndu ekki viöurkenna, vegna þess að únítaratrúin á Englandi var af mörgum skoðuð hiö sama og efnishyggja Priestleys. En ásökunin um óhreinskilni varö til þess aö sumir vildu fara aö segja skiliö viö orþódox-kongregaz- íonal kyrkjuna og mynda nýjan sérstæöan flokk. William E. Channing, sem frá 1803 var prestur viö eina kyrkjuna í Boston, var einn af leiötogum frjálslynda flokksins. Hann vildi ekki taka upp nafnið únítari fyr en þaö var óhjá- kvæmilegt. Hann áleit aö bezt væri aö hafa ekkert sérstakt nafn, er benti á aö hinir frjálslyndu væru trúflokkur út af fyrir sig. Hann vildi láta stefnuna þekkjast undir nafninu altnennur kristindómur (Catholic Christiaiiity). Stefna Channings var ein- nig stefna flestra hinna frjálslyndari manna. Þeirlögöu yfirleitt meiri áherzlu á afleiöingar trúarskoöananna fyrir siöferöislífiö en kenningarnar sjálfar. Þar af leiöandi létu þeir sig öll umbóta- mál mikhi skifta, en voru ófúsir eiga aö ídeilum viö þá, sem voru annara skoöana en þeir sjálfir. Áriö 1 820 mynduðu hinir frjálslyndari prestar í Boston sam- band sín á milli, sent var nefnt “The Berry Street Conference”. T ilgangurinn var þó enn ekki sá, aö draga sig út úr orþódoxu kyrkjunni. En þaö kom betur og betur í ljós eftir því sem tímar liðu, að aðskilnaöur var óhjákvæmilegur. Fimm áruin síðar 1825 var loks Ameríska Unítarafélagið (American Unitarian Association) stofnað, þó sumum hinna frjálslyndu leiötoga, þar á meöal Channing væri ennþá óljúft að stofna nýjan trúflokk. Reynzlan sýndi samt að ekki var of snemma af stað farið, því 125 söínuöir í Massachusetts og grendinni viöurkendu á skömm- um tíma, aö þeir væru únítarískir söfnuðir og stefnu hinna únítar- ísku leiötoga hlyntir.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.