Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Page 7
IDUN'N ]
Ræöa.
207
kynslóðar! — Það var Óðinn, sem kendi orðspeki
hingað um Norðurlönd, og að þularstóli liefir síra
Matthías numið fræði hæði forna og nýja. Hann hefir
orkl við llesla hætti, sem tiðkast hafa í máli voru
fyr og síðar, og kann meistaratökin á þeim öllum.
Fornskáldin fóru ekki betur með sina hælti en hann,
rímnaskáldin gerðu ferskeytluna aldrei mýkri og lim-
ari, sálmaskáldin sungu aldrei svo fullum rómi sem
hann. Hann liefir gelað siglt allan sjó og tæmt öll
full vítalaust, sem lionum hafa verið borin. Því að
hann er skáld af guðs og íslenzkunnar náð.
Af íslenzkunnar náð! líg man, að síra Matthías
hefir einu sinni (— í þýddu kvæði eftir Wergeland —)
kvarlað sárt yfir því, að smáþjóðin sníði skáldi sínu
helst til þröngan stakk, að það séu þungar búsifjar að
yrkja á máli, »sem í óll sín listaljóð heldur eins og
hund i bandi«. Og ekki er það furða, þó að manni,
sem allan hefir róminn lil þess að heyrast víða um
veröldina, finnist slundum, að hann mælist nokkuð einn
við hér í útverinu. En þrátt fyrir það þurfa íslend-
ingar ekki að kvarta og það hygg ég, að síra Matth-
ias finni manna hezt. Ríki islenzkunnar er að vísu
ekki viðáttumikið í rúminu, hún hefir ekki lagt undir
sig löndin, en hún hefir lagt undir sig aldirnar! Þeir
Björnsljerne Björnson og Eyvindur skáldaspillir eru
að vísu samlendir menn, en þó skildi Björnson ekki
Eyvind, og ekki myndi Eyvindur skilja Björnson, —
þeir standa sem erlendir menn hvor gagnvarl öðr-
"m, því að þeir hafa ekki eilt sameiginlegt orð á
hmgu. En ligill Skallagrímsson, víkingurinn, og Matth-
ías Jochumsson, klerkurinn, gætu skiftst á hending-
um yfir tíu aldir, og skilið hvor annan til fulls.
Bvo mikill er kraftur liins íslenzka orðs, að tönn
tímans liefir aldrei unnið á því, — og skal aldrei
gera !