Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Side 15
ÍÐUNN]
Jól í Svíþjóö.
215
þáð sé eiginlega liann, sem ráði ferðinni. Búðarpilt-
urinn hjalar blítt við Katrínu; hún er með hugann
annarslaðar og svarar lionum engu. En Lísu þykir
ekki mikið fyrir, þótt sessunautur líennar stingi hend-
inni á henni inn í stóra l)elgvellinginn sinn og stund-
um heldur hún jafnvel fyrir hann blysinu, þegar
honum fer að kólna á hendinni.
Nú þjóta sleðarnir niður Brúnkubergsásinn, yfir
tjörnina og upp á Uppsalaveginn og von bráðar sér
ljósin frá Sólnakirkju inni á milli furutrjánna. Hér
skiftast leiðir með þeim Páli og félögum hans, því
að þeir ætla ekki lengra, en hann lieldur áfram eftir
Vesturássveginum alla leið að Spöngum.
Og nú hefir Svemn lilli nóg að gera að dást að
stóru grenitrjánum, sem glitra í vetrarskrúða sínum,
þegar bjarmanum frá blysinu bregður á þau, en svo
hverfa þau jafnharðan inn í myrkrið aftur. Sveini
litla sjrnist ekki betur en að hann sjái álfana gægj-
ast fram undan trjástofnunum og veifa rauðu skott-
húfunum sínum. En pabbi þylcist nú vita betur og
segir, að þelta sé ekki annað en eldsbjarminn, sem
komi og hverfi eftir því sem blysið þjóti hjá. Hann
er búinn að vera of lengi í höfuðstaðnum, karlinn
sá, lil þess að trúa á áll'a. Og nú finst Sveini litla
eins og grenitrén séu komin á liarðastökk með fram
sleðanum og að stjörnurnar séu farnar að dansa
UPPÍ yfir sér. Móðir lians segir lionum þá, að guð
húi þarna uppi yfir stjörnunum og nú dansi þær af
iögnuði yfir því, að frelsarinn sé fæddnr, og það
skilur Sveinki ofboð vel.
Nú du nar undir hesthófunum, — það er ekið yfir
hru. Og nú fer að grisja í skóginn; grundir taka við
°g smáásar með birkirunnum hér og þar. Og nú
Sest ljós í glugga. Þarna er blj's á fleygiferð. Og nú
lekur morgunstjarnan að tindra úli við sjóndeildar-
hringinn, skær og fögur. Óli búðarloka fer að fræða