Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Qupperneq 37
HHJNN]
Sólin og Siríus.
237
Að niörgu leyti er þetta úrlausnarefni áþekt hinni
sí-ininnilegu uppgötvun jarðstjörnunnar Neptúns. í
bæði skiftin hafði óþektur linöttur látið á sér hera
með truflunum, sem hann olli á braut annarar stjörnu,
og í bæði skiftin uppgötvaðist hinn dularfulli hnöttur
með reikningi stærðfræðings, áður en hann var leidd-
ur í ljós með athugunum stjörnufræðings. Nærri því
tuttugu ár voru liðin frá því að Bessel sagði fyrir
um óþekta hnöttinn, áður en fyrirsögn hans rættist
með ljómandi stjörnukíkis uppgötvun. Atvikin, þegar
þessi uppgötvun var gerð, eru að vísu ekki eins
söguleg eins og þau, sem voru samfara fundi Nep-
túnusar, en þau eru samt nógu fróðleg i sjálfu sér.
Prófessor Newcomb, nafnfrægur amerikskur stjörnu-
fræðingur, segir svo frá: í febrúarmánuði 1862 voru
þeir Alvars Clark and Sons í Cambrigdeport að lúka
við 18 þumlunga gler sitt í kiki handa stjörnuturn-
inum i Chicago. Eitt kvöld vildi yngri Clark, sein
var æfður stjörnuskoðari, reyna kikinn og beindi
honum á Siríus, og uppgptvaði bráðum nokkuð ný-
stárlegt. »Hvað er þetta, faðir minn?«, hrópaði hann
upp, »stjarnan hefir fylgihnölt«. Faðirinn leit í kík-
iun, og beint austur af hinni björtu stjörnu, í hér
um hil 10 sekúndna fjarlægð, var daufur fylgihnöttur;
það var einmitt sú stefna, sem sögð hafði verið fyrir
um það tejdi, þó að finnendurnir vissu ekkert um
það. Þegar fréttin barst út um löndin, var öllum
stóru stjörnulukjunum beint á Siríus, og það kom nú
í ljós, að þegar stjörnuskoðararnir vissu, livar þeir
ættu að leita að hnettinum, sást liann í mörgum
kíkjum. Hann var einmitt í þeirri stefnu, sem stjörnu-
fræðingarnir liöfðu sagt fyrir, að hann mundi verða
Þá, og nú var hann alhugaður með mestu forvitni
«1 þess að komast fyrir, hvort liann hreyfðist í þá
stefnu, sem stjörnufræðingarnir liöfðu sagt fyrir.
i’jögra ára athuganir sönnuðu, að alt stóð heima,
16*