Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Síða 45
IÐUNN]
Landsspítali.
Eftir
G. Björnson.
II.
Húsaskipun. Húsverð.
líg hefi áður gert grein fyrir því, að landsspítalinn
verði að rúma 80—100 sjúklinga.
Að mínu viti ætti ekki að hugsa til að hafa hann
minni en svo að 100 sjúklingar rúmist i honum.
Við erum þjóð á hröðu þroskaskeiði. Við eigum
okki að sníða okkur staklt eftir vexti. Við eigum
að sníða okkur slakk við vöxt.
Fólkinu ijölgar stöðugt. Þ j ó ð i n s t æ k k a r; hún
sprengir bráðlega utan af sér hvern þann stakk, sem
ekki er sniðinn við vöxt. Kleppshælið er orðið langt
of lítið. Landsbókasafnið er þegar orðið of lítið líka
— og ekki netna fárra ára gamalt.
Þó við reistum landsspitalann fyrir 100 sjúklinga,
þá myndi ekki líða á mjög löngu áður þörf gerðist
að stækka liann.
Þess vegna verður að liaga allri húsaskipun svo,
að auðvelt sé að færa út kvíarnar smátt og smátt,
þegar nauðsj’n hýður.
Sjúkrahús eru nú á dögum gerð ineð tvennu móti.
Er annaðhvort, að reist er eitt stórhýsi, tvílofta eða
þrílofta, og alt undir sama þaki, sjúkrastofur, þjón-
ustufólk, búr, eldhús, þvottahús o. s. frv., eða þá að
reist eru mörg smáhýsi í þyrpingu, og hver skáli þá