Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Síða 53
IÐUNN]
Á. H. B.: Nj''jársliugleiöing.
153
þjóðarskútu vor íslendinga. Og nú höfum vér þó
eignasl skip og vorn sérstaka fána. Ættum vér þá
ekki að athuga, hvert vér eigum að stefna þjóðar-
lleytunni og livernig vér eigum að liúa hana sem
hezt úr garði?
Allir vitum vér, hversu þjóðarfleyla vor er smá og
fáliðuð enn sem komið er. Til þess að henni farnist
vel, ríður ekki einungis á því, að livert rúm sé vel
skipað, lieldur og á því, að vér séum samlaka, lúl-
um lögum og stjórn. Vér verðum að vera samlientir,
hjálpast að í öllu, sem miðar til þjóðþrifa, miðar til
þess að koma þjóð vorri enn lengra áleiðis. En eru
nokkur merki þess, að vér séum að komast inn á
þessar brautir?
Til þess að vila, hvort rélt sé stefnt, verða menn
jafnan að liafa einhvers konar áttavita. En hverjir
eru áttavitar þjóðanna? það eru þeir þjóðarkostir,
er styðja að lieill og heiðri hverrar þjóðar. Og hverjir
eru þeir? Ætti ég í lljótu bragði að neína nokkura
þeirra, myndi ég helzt nefna þessa þrjá: — heil-
brigði, velmegun og ráðvendni.
Erum vér íslendingar að nokkru leyti farnir að
keppa að þessum markmiðum?
Athugum fj'rsl neilbrigðis-málin.
Margt er það, sem miðar nú hjá oss í heilbrigðis-
últina, betri læknaskipun, batnandi hreinlæti, heil-
uæmara uppeldi, iþróttaiðkanir og síðast en ekki sízt
spítalarnir.
Vér erum að reyna að útrýma höldsveikinni, þess-
uri leiðu ættarfylgju áa vorra, með því að einangra
þá, sem þjást af veiki þessari, á holdsveikra spitala,
sem raunar var reistur oss að þakkarlausu, fyrir er-
lent fé.
Vér höfum stofnað sérstakan spítala handa vit-
brringum og geðveiklingum, ef verða mætti, að þeirn
17*